McIlroy mætir Westwood í undanúrslitum á Heimsmótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 11:00 Westwood slær úr sandinum í stórkostlegu umhverfi á Dave Mountain vellinum. Nordic Photos / Getty Images Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Lee Westwood sigruðu andstæðinga sína sannfærandi á Heimsmótinu í golfi í Arizona í Bandaríkjunum. Bretarnir mætast í undanúrslitum í dag. McIlroy sigraði Suður-Kóreumanninn Sang-Moon Bae en Westwood lagði Skotann Martin Laird. Báðum einvígjunum lauk eftir 16. holu þegar McIlroy og Westwood höfðu þriggja holu forskot. Hart verður barist í einvígi Bretanna í dag McIlroy vermir annað sæti heimslistans en Westwood það þriðja. Takist öðrum þeirra að fara alla leið í keppninni tryggir sá sér efsta sæti heimslistans á kostnað Englendingsins Luke Donald sem féll úr keppni í fyrstu umferð. Hinn 22 ára McIlroy yrði langyngsti sigurvegari mótsins frá upphafi. Tiger Woods á þann titil en hann vann keppnina árið 2003 þegar hann var 27 ára. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bandaríkjamennirnir Mark Wilson og Hunter Mahan. Mahan fór illa með landa sinn Matt Kuchar en viðureigninni lauk eftir aðeins þrettán holur. Mark Wilson lagði Svíann Peter Hanson. Keppninni lauk á 15. holu þegar Svíinn hafði fjögurra holu forystu. Undanúrslitaviðureignirnar fara fram snemma dags í Arizona (eftir hádegi að íslenskum tíma). Úrlitaviðureignin fer fram um kvöldið (aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma). Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Lee Westwood sigruðu andstæðinga sína sannfærandi á Heimsmótinu í golfi í Arizona í Bandaríkjunum. Bretarnir mætast í undanúrslitum í dag. McIlroy sigraði Suður-Kóreumanninn Sang-Moon Bae en Westwood lagði Skotann Martin Laird. Báðum einvígjunum lauk eftir 16. holu þegar McIlroy og Westwood höfðu þriggja holu forskot. Hart verður barist í einvígi Bretanna í dag McIlroy vermir annað sæti heimslistans en Westwood það þriðja. Takist öðrum þeirra að fara alla leið í keppninni tryggir sá sér efsta sæti heimslistans á kostnað Englendingsins Luke Donald sem féll úr keppni í fyrstu umferð. Hinn 22 ára McIlroy yrði langyngsti sigurvegari mótsins frá upphafi. Tiger Woods á þann titil en hann vann keppnina árið 2003 þegar hann var 27 ára. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bandaríkjamennirnir Mark Wilson og Hunter Mahan. Mahan fór illa með landa sinn Matt Kuchar en viðureigninni lauk eftir aðeins þrettán holur. Mark Wilson lagði Svíann Peter Hanson. Keppninni lauk á 15. holu þegar Svíinn hafði fjögurra holu forystu. Undanúrslitaviðureignirnar fara fram snemma dags í Arizona (eftir hádegi að íslenskum tíma). Úrlitaviðureignin fer fram um kvöldið (aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma).
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira