Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2012 09:45 Nordic Photos / Getty Images Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Lars Lagerbäck. Íslensku strákarnir vöknuðu upp við vondan draum eftir aðeins 94 sekúndur. Boltinn lá í netinu eftir skalla Ryoichi Maeda á nærstöng. Vinstri bakvörður Japana hafði farið illa með Guðmund Kristjánsson sem lék í stöðu hægri bakvarðar. Sending hans fyrir markið rataði beint á kollinn á Maeda sem skallaði í netið. Skelfilegur varnarleikur hjá íslensku leikmönnunum sem voru fjölmennir á teignum án þess að taka ábyrgð á japönsku sóknarmönnunum. Íslensku strákunum tókst ekki að ógna marki Japana að ráði í fyrri hálfleik. Þeir náðu ekki að byggja upp merkilegar sóknir en náðu þó að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum án þess að takast að gera sér mat úr því. Þeir voru heppnir á 33. mínútu þegar Hannes Þór varði vel af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1-0 og íslensku strákarnir ennþá vel inni í leiknum þó jöfnunarmarkið lægi ekki í loftinu. Eftir ágæta byrjun á síðari hálfleik gerðu íslensku strákarnir sig seka um slæm mistök. Japanir unnu boltann af Steinþóri Frey á miðsvæðinu og sendu frábæra sendingu inn á Jungo Fujimoto sem var galopinn hægra megin í teignum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson langt út úr stöðu og slæm holning á varnarlínunni. Fujimoto kláraði færið snyrtilega, lagði knöttinn yfir Gunnleif í markinu. 2-0 fyrir heimamenn og útlitið svart. Mínútu síðar fengu Japanir dauðafæri en sóknarmanni þeirra brást bogalistin, skaut framhjá. Frammistaða Íslands í hálfleiknum var betri en í þeim fyrri en færin þó af skornum skammti. Þeir fengu fjölda hornspyrna og innkasta sem sköpuðu hálffæri en ekkert til að tala um. Á 79. mínútu bættu Japanir við þriðja markinu. Boltinn barst á Tomoaki Makino eftir aukaspyrnu. Makino lá á jörðinni rétt utan markteigs og sendi boltann í netið. Sárt fyrir íslensku strákana sem höfðu staðið sig ágætlega í hálfleiknum og heldur betur tekið til í tölfræðinni hvað markskot og hornspyrnur varðaði. Þeir náðu svo að rétta úr kútnum í viðbótartíma. Brotið var á varamanninum Garði Jóhannssyni innan teigs. Arnór Smárason steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Sárabót en 3-1 tap staðreynd. Íslensku strákarnir sýndu góða baráttu og ágætis takta inni á milli í Osaka í dag. Það var þó oftar en ekki einnig uppi á teningnum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en eins og svo oft áður tapaðist leikurinn. Erfitt var að greina handbragð Lagerbäck á liðinu en hann verður þó ekki dæmdur af þessum leik. Hafa verður í huga að þótt bæði lið hafi teflt fram B-liði þá spila flestir landsliðsmanna Japana í heimalandinu. Hallgrímur Jónasson var eini byrjunarliðsmaður Íslands í dag sem spilaði síðasta landsleik í 5-3 tapi gegn Portúgal í haust. Ákvörðun landsliðsþjálfaranna að stilla Guðmundi Kristjánssyni upp í stöðu hægri bakvarðar verður að teljast skrýtin. Guðmundur er einfaldlega ekki bakvörður sem kom berlega í ljós eftir 94 sekúndna leik. Skúli Jón kom inn í hálfleik og stóð sig betur enda mun vanari stöðunni.Tölfræði úr leiknum Skot (á mark) 11 (6)- 12 (5) Horn 8-7 Rangstaða 1-1 Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Lars Lagerbäck. Íslensku strákarnir vöknuðu upp við vondan draum eftir aðeins 94 sekúndur. Boltinn lá í netinu eftir skalla Ryoichi Maeda á nærstöng. Vinstri bakvörður Japana hafði farið illa með Guðmund Kristjánsson sem lék í stöðu hægri bakvarðar. Sending hans fyrir markið rataði beint á kollinn á Maeda sem skallaði í netið. Skelfilegur varnarleikur hjá íslensku leikmönnunum sem voru fjölmennir á teignum án þess að taka ábyrgð á japönsku sóknarmönnunum. Íslensku strákunum tókst ekki að ógna marki Japana að ráði í fyrri hálfleik. Þeir náðu ekki að byggja upp merkilegar sóknir en náðu þó að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum án þess að takast að gera sér mat úr því. Þeir voru heppnir á 33. mínútu þegar Hannes Þór varði vel af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1-0 og íslensku strákarnir ennþá vel inni í leiknum þó jöfnunarmarkið lægi ekki í loftinu. Eftir ágæta byrjun á síðari hálfleik gerðu íslensku strákarnir sig seka um slæm mistök. Japanir unnu boltann af Steinþóri Frey á miðsvæðinu og sendu frábæra sendingu inn á Jungo Fujimoto sem var galopinn hægra megin í teignum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson langt út úr stöðu og slæm holning á varnarlínunni. Fujimoto kláraði færið snyrtilega, lagði knöttinn yfir Gunnleif í markinu. 2-0 fyrir heimamenn og útlitið svart. Mínútu síðar fengu Japanir dauðafæri en sóknarmanni þeirra brást bogalistin, skaut framhjá. Frammistaða Íslands í hálfleiknum var betri en í þeim fyrri en færin þó af skornum skammti. Þeir fengu fjölda hornspyrna og innkasta sem sköpuðu hálffæri en ekkert til að tala um. Á 79. mínútu bættu Japanir við þriðja markinu. Boltinn barst á Tomoaki Makino eftir aukaspyrnu. Makino lá á jörðinni rétt utan markteigs og sendi boltann í netið. Sárt fyrir íslensku strákana sem höfðu staðið sig ágætlega í hálfleiknum og heldur betur tekið til í tölfræðinni hvað markskot og hornspyrnur varðaði. Þeir náðu svo að rétta úr kútnum í viðbótartíma. Brotið var á varamanninum Garði Jóhannssyni innan teigs. Arnór Smárason steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Sárabót en 3-1 tap staðreynd. Íslensku strákarnir sýndu góða baráttu og ágætis takta inni á milli í Osaka í dag. Það var þó oftar en ekki einnig uppi á teningnum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en eins og svo oft áður tapaðist leikurinn. Erfitt var að greina handbragð Lagerbäck á liðinu en hann verður þó ekki dæmdur af þessum leik. Hafa verður í huga að þótt bæði lið hafi teflt fram B-liði þá spila flestir landsliðsmanna Japana í heimalandinu. Hallgrímur Jónasson var eini byrjunarliðsmaður Íslands í dag sem spilaði síðasta landsleik í 5-3 tapi gegn Portúgal í haust. Ákvörðun landsliðsþjálfaranna að stilla Guðmundi Kristjánssyni upp í stöðu hægri bakvarðar verður að teljast skrýtin. Guðmundur er einfaldlega ekki bakvörður sem kom berlega í ljós eftir 94 sekúndna leik. Skúli Jón kom inn í hálfleik og stóð sig betur enda mun vanari stöðunni.Tölfræði úr leiknum Skot (á mark) 11 (6)- 12 (5) Horn 8-7 Rangstaða 1-1 Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira