Bill Haas hafði sigur eftir þriggja manna bráðabana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2012 08:00 Haas höndlaði pressuna best í æsispennandi bráðabana. Nordic Photos / Getty Images Bandaríkjamaðurinn Bill Haas stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en Haas var jafn löndum sínum Phil Mickelson og Keegan Bradley að loknum fjórum hringjum. Úrslitin í bráðabananum réðust eftir tvær holur. Þá setti Haas niður 12 metra pútt og tryggði sér sigurinn. Þetta er fjórði sigur Haas á PGA-mótaröðinni en Kaninn er í 22. sæti heimslistans. Fyrir lokahringinn var Haas tveimur höggum á eftir forystusauðunum Bradley og Mickelson. Haas spilaði hringinn á tveimur undir pari en Bradley og Mickelson á pari. Mickelson tryggði sér bráðabana á átjándu holunni með því að setja niður átta metra pútt. Draumur hans um að vinna annað PGA-mótið í röð varð að engu þegar Haas bætti um betur með fyrrnefndu pútti. Spánverjinn Sergio Garcia spilaði þó manna best í gær. Garcia, sem var á níu höggum yfir pari að loknum þremur hringjum, spilaði á sjö höggum undir pari sem var besti hringur mótsins. Efsti maður heimslistans, Englendingurinn Luke Donald, spilaði skelfilega á lokahringnum. Donald var á pari fyrir hringinn en lauk leik á sjö höggum yfir pari. Golf Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bill Haas stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en Haas var jafn löndum sínum Phil Mickelson og Keegan Bradley að loknum fjórum hringjum. Úrslitin í bráðabananum réðust eftir tvær holur. Þá setti Haas niður 12 metra pútt og tryggði sér sigurinn. Þetta er fjórði sigur Haas á PGA-mótaröðinni en Kaninn er í 22. sæti heimslistans. Fyrir lokahringinn var Haas tveimur höggum á eftir forystusauðunum Bradley og Mickelson. Haas spilaði hringinn á tveimur undir pari en Bradley og Mickelson á pari. Mickelson tryggði sér bráðabana á átjándu holunni með því að setja niður átta metra pútt. Draumur hans um að vinna annað PGA-mótið í röð varð að engu þegar Haas bætti um betur með fyrrnefndu pútti. Spánverjinn Sergio Garcia spilaði þó manna best í gær. Garcia, sem var á níu höggum yfir pari að loknum þremur hringjum, spilaði á sjö höggum undir pari sem var besti hringur mótsins. Efsti maður heimslistans, Englendingurinn Luke Donald, spilaði skelfilega á lokahringnum. Donald var á pari fyrir hringinn en lauk leik á sjö höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira