Forsetaframboð kostar um 30 milljónir Erla Hlynsdóttir skrifar 9. mars 2012 18:38 Kostnaður við að bjóða sig fram til forseta Íslands hleypur á tugum milljóna króna. Almannatengill segir suma af þeim sem renna hýru auga til embættisins líklega ekki gera sér grein fyrir þessum kostnaði. Þá eru stafsetningavillur á Facebook ekki í boði fyrir frambjóðendur. Þau sem helst eru orðuð við framboð gegn sitjandi forseta eru, í stafrófsröð Ari Trausti Guðmundsson, Elín Hirst, Stefán Jón Hafstein og Þóra Arnórsdóttir Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. „Til að fara í svona alvöru framboð til forseta Íslands þarf mjög mikið til. Mun meira heldur almenningur gerir sér grein fyrir og mun meira heldur en kannski sumir af þeim frambjóðendum sem eru að velta þessu fyrir sér gera sér grein fyrir," segir Andrés Jónsson, almannatengill. Fréttastofa fékk Andrés til að áætla kostnað við framboð. Til að feta leiðina að Bessastöðum þarf í fyrsta lagi að dekka launakostnað, um átta milljónir. Við framboð starfa meðal annars kosningastjóri, umsjónarmaður sjálfboðaliða og almannatengill. Þá eru það auglýsingar, ellefu og hálf milljón. Þetta er kostnaður við framleiðslu og birtingu í öllum helstu miðlum. Skrifstofukostnaður nemur hálfri annarri milljón. Þetta er húsaleiga, sími, ræsting og fleira. Ýmiss annar kostnaður nemur rúmum sex milljónum. Það er meðal annars fundakostnaður, eldsneyti og hárgreiðsla. Alls eru þetta tuttuguogsjö milljónir sem má áætla að kosta þurfi til ef fólk stefnir á það af fullri alvöru að fella sitjandi forseta. Andrés telur sig síður en svo ofmeta kostnaðinn og segir engan komast af með bara tíu milljónir. „Nei, tíu milljónir duga hvergi nærri til. Ég held að á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir sé bara það sem þarf til," segir Andrés. Og ókeypis miðlar á borð við Facebook gera stöðuna ekkert endilega betri. „Það er ekki í boði að forsetaefni geri stafsetningavillar í „statusum" á Facebook. Og það þarf bara að borga fólki við að aðstoða við alla svona hluti." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Kostnaður við að bjóða sig fram til forseta Íslands hleypur á tugum milljóna króna. Almannatengill segir suma af þeim sem renna hýru auga til embættisins líklega ekki gera sér grein fyrir þessum kostnaði. Þá eru stafsetningavillur á Facebook ekki í boði fyrir frambjóðendur. Þau sem helst eru orðuð við framboð gegn sitjandi forseta eru, í stafrófsröð Ari Trausti Guðmundsson, Elín Hirst, Stefán Jón Hafstein og Þóra Arnórsdóttir Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. „Til að fara í svona alvöru framboð til forseta Íslands þarf mjög mikið til. Mun meira heldur almenningur gerir sér grein fyrir og mun meira heldur en kannski sumir af þeim frambjóðendum sem eru að velta þessu fyrir sér gera sér grein fyrir," segir Andrés Jónsson, almannatengill. Fréttastofa fékk Andrés til að áætla kostnað við framboð. Til að feta leiðina að Bessastöðum þarf í fyrsta lagi að dekka launakostnað, um átta milljónir. Við framboð starfa meðal annars kosningastjóri, umsjónarmaður sjálfboðaliða og almannatengill. Þá eru það auglýsingar, ellefu og hálf milljón. Þetta er kostnaður við framleiðslu og birtingu í öllum helstu miðlum. Skrifstofukostnaður nemur hálfri annarri milljón. Þetta er húsaleiga, sími, ræsting og fleira. Ýmiss annar kostnaður nemur rúmum sex milljónum. Það er meðal annars fundakostnaður, eldsneyti og hárgreiðsla. Alls eru þetta tuttuguogsjö milljónir sem má áætla að kosta þurfi til ef fólk stefnir á það af fullri alvöru að fella sitjandi forseta. Andrés telur sig síður en svo ofmeta kostnaðinn og segir engan komast af með bara tíu milljónir. „Nei, tíu milljónir duga hvergi nærri til. Ég held að á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir sé bara það sem þarf til," segir Andrés. Og ókeypis miðlar á borð við Facebook gera stöðuna ekkert endilega betri. „Það er ekki í boði að forsetaefni geri stafsetningavillar í „statusum" á Facebook. Og það þarf bara að borga fólki við að aðstoða við alla svona hluti."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira