Erfið byrjun hjá Rory McIlroy og Tiger Woods Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 9. mars 2012 14:15 Tiger Woods lék á pari á "bláa skrímslinu" í gær, eða 72 höggum. Getty Images / Nordic Photos Ástralinn Adam Scott og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru jafnir í efsta sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á Cadillac – meistaramótinu í golfi sem hófst í gær. Þeir léku báðir á 66 höggum eða 6 höggum undir pari á „bláa skrímslinu" á Doral golfsvæðinu. Flestir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda og þar má nefna Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Tiger Wods frá Bandaríkjunum. Rory McIlroy er að leika á sínu fyrsta móti frá því hann náði efsta sæti heimslistans um síðustu helgi með sigri á Honda meistaramótinu. McIlroy lék á 73 höggum eða 1 höggi yfir pari. Tiger Woods var ekkert skárri en hann lék á pari vallar eða 72 höggum. Skor keppenda er frekar hátt en aðeins 12 kylfingar náðu að leika undir pari vallar. Meðalskorið var 72,7 högg. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel og Daninn Thomas Björn léku báðir á 68 höggum. Á meðal þeirra sem lék á 69 höggum eru; Bandaríkjamennirnir Keegan Bradley og Steve Stricker. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralinn Adam Scott og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru jafnir í efsta sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á Cadillac – meistaramótinu í golfi sem hófst í gær. Þeir léku báðir á 66 höggum eða 6 höggum undir pari á „bláa skrímslinu" á Doral golfsvæðinu. Flestir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda og þar má nefna Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Tiger Wods frá Bandaríkjunum. Rory McIlroy er að leika á sínu fyrsta móti frá því hann náði efsta sæti heimslistans um síðustu helgi með sigri á Honda meistaramótinu. McIlroy lék á 73 höggum eða 1 höggi yfir pari. Tiger Woods var ekkert skárri en hann lék á pari vallar eða 72 höggum. Skor keppenda er frekar hátt en aðeins 12 kylfingar náðu að leika undir pari vallar. Meðalskorið var 72,7 högg. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel og Daninn Thomas Björn léku báðir á 68 höggum. Á meðal þeirra sem lék á 69 höggum eru; Bandaríkjamennirnir Keegan Bradley og Steve Stricker.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira