McIlroy vann og komst í efsta sæti heimslistans | Tiger frábær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2012 23:00 Rory McIlroy á mótinu í Florida í dag. Nordic Photos / Getty Images Norður-Írinn Rory McIlroy bar í kvöld sigur úr býtum á Honda-meistaramótinu á PGA-mótaröðinni og varð þar með næstyngsti kylfingur sögunnar sem kemst í efsta sæti heimslistans. McIlroy spilaði á 69 höggum í dag og alls á 268 höggum eða tólf höggum undir pari. Hann þurfti þó að hafa fyrir hlutunum enda sótti Tiger Woods stíft að honum í dag. McIlroy hélt þó ró sinni og fagnaði góðum sigri. Tiger spilaði stórkostlegt golf í dag og skilaði sér í hús á 62 höggum eða átta undir pari vallarins. Hann var í 2.-3. sæti mótsins ásamt Bandaríkjamanninum Tom Gillis sem jafnaði Tiger með fugli á átjándu holu. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Tiger sem hefur ekki unnið mót á PGA-mótaröðinni síðan í september árið 2009. Hann virðist vera að spila betur með hverju mótinu og nálgast óðum sitt gamla form. Lee Westwood varð fjórði eftir að hafa spilað á sjö höggum undir pari í dag. Hann var samtals á átta höggum undir pari. McIlroy er 22 ára gamall og vann sitt fyrsta stórmót á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Tiger var 21 árs þegar að hann komst í efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á sínum tíma en McIlroy verður 23 ára í maí næstkomandi. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy bar í kvöld sigur úr býtum á Honda-meistaramótinu á PGA-mótaröðinni og varð þar með næstyngsti kylfingur sögunnar sem kemst í efsta sæti heimslistans. McIlroy spilaði á 69 höggum í dag og alls á 268 höggum eða tólf höggum undir pari. Hann þurfti þó að hafa fyrir hlutunum enda sótti Tiger Woods stíft að honum í dag. McIlroy hélt þó ró sinni og fagnaði góðum sigri. Tiger spilaði stórkostlegt golf í dag og skilaði sér í hús á 62 höggum eða átta undir pari vallarins. Hann var í 2.-3. sæti mótsins ásamt Bandaríkjamanninum Tom Gillis sem jafnaði Tiger með fugli á átjándu holu. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Tiger sem hefur ekki unnið mót á PGA-mótaröðinni síðan í september árið 2009. Hann virðist vera að spila betur með hverju mótinu og nálgast óðum sitt gamla form. Lee Westwood varð fjórði eftir að hafa spilað á sjö höggum undir pari í dag. Hann var samtals á átta höggum undir pari. McIlroy er 22 ára gamall og vann sitt fyrsta stórmót á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Tiger var 21 árs þegar að hann komst í efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á sínum tíma en McIlroy verður 23 ára í maí næstkomandi.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira