Fótbolti

Juventus missteig sig gegn Chievo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Chievo fagna í dag.
Leikmenn Chievo fagna í dag. Nordic Photos / AFP
AC Milan er nú með þriggja stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir að Juventus gerði 1-1 jafntefli gegn Chievo á heimavelli.

Þetta var fjórða jafntefli Juventus í síðustu fimm deildarleikjum sínum. Liðið er þó enn taplaust í deildinni og á enn einn leik til góða á AC Milan. Juventus er með 51 stig en Milan 54.

Paolo De Ceglie kom Juventus yfir á átjándu mínútu en Boukary Drame jafnaði metin fyrir Chievo stundarfjórðungi fyrir leikslok. Chievo er í níunda sæti deildarinnar með 34 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×