Barrichello: Börnin sannfærðu konuna Birgir Þór Harðarson skrifar 1. mars 2012 23:30 Barrichello mun keppa í Bandaríkjunum í ár. Formúlu 1 ferill hans lauk snögglega þegar hann fór samningslaus inn í veturinn. nordicphotos/afp Rubens Barrichello mun aka í bandarísku mótaröðinni IndyCar í ár fyrir KV Racing liðið. Barrichello hefur reynsluekið undanfarnar vikur fyrir liðið og sannfært þá um hraða sinn og eldmóð. Barrichello fékk samning sinn ekki endurnýjaðan hjá Williams liðinu í Formúlu 1 fyrir þetta tímabil en hann hefur ekið í Formúlunni allar götur síðan 1993. Rubens ók á ferli sínum í Formúlu 1 fyrir Jordan, Stewart, Ferrari, Honda, Brawn GP og nú síðast fyrir Williams. Hinn ökumaður KV Racing er Brasilíumaðurinn Tony Kanaan sem einnig hefur gríðarlega reynslu í kappakstri. Sá hefur ekið í efstu deild bandarísks mótorsports síðan 1998. Barrichello tekur við af öðrum fyrrum Formúlu 1 ökumanni, Takuma Sato, sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum, aldrei unnið mót og lent í mörgum óhöppum. "Börnin mín sannfærðu eiginkonuna," sagði Rubens á blaðamannafundi KV Racing í dag þegar hann var spurður hvort hann hafði rætt við fjölskylduna um vistaskiptin og fengið leyfi til að keppa heilt tímabil. Formúla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Rubens Barrichello mun aka í bandarísku mótaröðinni IndyCar í ár fyrir KV Racing liðið. Barrichello hefur reynsluekið undanfarnar vikur fyrir liðið og sannfært þá um hraða sinn og eldmóð. Barrichello fékk samning sinn ekki endurnýjaðan hjá Williams liðinu í Formúlu 1 fyrir þetta tímabil en hann hefur ekið í Formúlunni allar götur síðan 1993. Rubens ók á ferli sínum í Formúlu 1 fyrir Jordan, Stewart, Ferrari, Honda, Brawn GP og nú síðast fyrir Williams. Hinn ökumaður KV Racing er Brasilíumaðurinn Tony Kanaan sem einnig hefur gríðarlega reynslu í kappakstri. Sá hefur ekið í efstu deild bandarísks mótorsports síðan 1998. Barrichello tekur við af öðrum fyrrum Formúlu 1 ökumanni, Takuma Sato, sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum, aldrei unnið mót og lent í mörgum óhöppum. "Börnin mín sannfærðu eiginkonuna," sagði Rubens á blaðamannafundi KV Racing í dag þegar hann var spurður hvort hann hafði rætt við fjölskylduna um vistaskiptin og fengið leyfi til að keppa heilt tímabil.
Formúla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira