1. umferð: Ástralski kappaksturinn 2012 Birgir Þór Harðarson skrifar 15. mars 2012 16:00 Enn á ný hefst Formúlu 1 tímabilið í Melbourne í Ástralíu. Þetta verður í 28. skiptið sem ástralski kappaksturinn er haldinn og Melbourne fyrsta mót ársins í 15. skiptið. Það stefnir í æsispennandi mótshelgi enda gaf undirbúningstímabilið óræðnar vísbendingar um hvað liðin ætla sér að gera til að sækja eða verja heimsmeistaratitilinn. Brautin í Melbourne er lögð á götum borgarinnar, í Albert Park almenningsgarðinum. Hún er flöt, hröð og veitir alla jafna nokkuð skýra mynd af því sem koma skal. Í 70 % tilvika hefur sigurvegari ástralska kappaksturins í Melbourne orðið heimsmeistari. En vegna þess hve flöt hún er kappaksturinn ekki líkamlega erfiður fyrir ökumennina. Jenson Button hefur sigrað tvisvar í Melbourne og segir brautina góða: "Brautin hefur mjög gott flæði þó hún sé götubraut, hægt er að finna góðan ryþma í keppninni og hún hefur nokkrar mjög hraðar beygjur sem einnig er óvenjulegt á götubrautum." "Veggirnir eru nógu nálægt brautinni til að maður haldi einbeitingunni. Ég man ekki eftir móti hér sem ekki kom á óvart. Þetta er því frábær staður til að hefja tímabilið." Vegna þess hve hröð hún er, og að meirihluti beygjanna séu hraðar og flæðandi, verða hægustu beygjurnar þær mikilvægustu. Beygjur 3 og 15 eru mikilvægustu svæðin. Ef smellt er á "horfa á myndskeið með frétt" má líta ráspólshring Sebastian Vettel síðan í fyrra. Hringurinn er nánast fullkominn og mætti halda að bíllin sé á járnbrautarteinum á köflum. Hringtíminn var í takt við það: 1.23,529. Annar á ráslínunni var Lewis Hamilton 0,778 sekúntum á eftir. Það ætti að skýra hversu ótrúlegan hring Vettel tókst að setja saman í fyrra.DRS svæði: Á ráskaflanum og á milli beygja 2 og 3Dekkjagerðir í boði: Meðal (prime) og mjúk (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Vitaly Petrov - Renault Allt mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 01:30 Æfing 1 05:30 Æfing 2Laugardagur: 02:55 Æfing 3 05:50 TímatakaSunnudagur: 05:40 Ástralski kappaksturinn Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Enn á ný hefst Formúlu 1 tímabilið í Melbourne í Ástralíu. Þetta verður í 28. skiptið sem ástralski kappaksturinn er haldinn og Melbourne fyrsta mót ársins í 15. skiptið. Það stefnir í æsispennandi mótshelgi enda gaf undirbúningstímabilið óræðnar vísbendingar um hvað liðin ætla sér að gera til að sækja eða verja heimsmeistaratitilinn. Brautin í Melbourne er lögð á götum borgarinnar, í Albert Park almenningsgarðinum. Hún er flöt, hröð og veitir alla jafna nokkuð skýra mynd af því sem koma skal. Í 70 % tilvika hefur sigurvegari ástralska kappaksturins í Melbourne orðið heimsmeistari. En vegna þess hve flöt hún er kappaksturinn ekki líkamlega erfiður fyrir ökumennina. Jenson Button hefur sigrað tvisvar í Melbourne og segir brautina góða: "Brautin hefur mjög gott flæði þó hún sé götubraut, hægt er að finna góðan ryþma í keppninni og hún hefur nokkrar mjög hraðar beygjur sem einnig er óvenjulegt á götubrautum." "Veggirnir eru nógu nálægt brautinni til að maður haldi einbeitingunni. Ég man ekki eftir móti hér sem ekki kom á óvart. Þetta er því frábær staður til að hefja tímabilið." Vegna þess hve hröð hún er, og að meirihluti beygjanna séu hraðar og flæðandi, verða hægustu beygjurnar þær mikilvægustu. Beygjur 3 og 15 eru mikilvægustu svæðin. Ef smellt er á "horfa á myndskeið með frétt" má líta ráspólshring Sebastian Vettel síðan í fyrra. Hringurinn er nánast fullkominn og mætti halda að bíllin sé á járnbrautarteinum á köflum. Hringtíminn var í takt við það: 1.23,529. Annar á ráslínunni var Lewis Hamilton 0,778 sekúntum á eftir. Það ætti að skýra hversu ótrúlegan hring Vettel tókst að setja saman í fyrra.DRS svæði: Á ráskaflanum og á milli beygja 2 og 3Dekkjagerðir í boði: Meðal (prime) og mjúk (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Vitaly Petrov - Renault Allt mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 01:30 Æfing 1 05:30 Æfing 2Laugardagur: 02:55 Æfing 3 05:50 TímatakaSunnudagur: 05:40 Ástralski kappaksturinn
Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira