Ætla sér stóra hluti í gítarkennslu á netinu 12. mars 2012 22:00 Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. Vinsælasti sönglaga- og textavefur á Íslandi, GuitarParty.com (áður Gítargrip.is) kynnti fyrir skemmstu nýja viðbót fyrir notendur sína, gítarkennslumyndbönd þar sem notendur vefsins fá tilsögn í gítarleik. „Íslenskt gítaráhugafólk hefur lengi notað netið til þess að læra að spila vinsæla tónlist en gæði þeirra myndbanda sem fáanleg hafa verið á netinu hingað til hafa verið misjöfn. Nú getum við boðið íslenskum tónlistaráhugamönnum upp á gæðakennsluefni, á íslensku, sem byggir á margra ára reynslu í gítarkennslu,“ segir Þorgils Björgvinsson gítarkennari. Í þessum fyrsta fasa hafa verið framleidd 15 myndbönd sem taka fyrir erlend og innlend lög. Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. „Við höfum stór markmið fyrir gítarkennsluna og stefnum að því að framleiða í það minnsta 300 kennslumyndbönd á þessu ári fyrir notendur okkar fyrr lok þess árs. Einnig eigum við í viðræðum við erlenda aðila um sambærilega þróun fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað, segir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags GuitarParty.com. Kennsluumhverfið er á tilraunastigi, en notendum býðst að að taka það strax til notkunar og hafa áhrif á framtíðarþróun og lagaval sem notað verður í kennslunni. Vefurinn hefur vaxið mikið að undanförnu. Hann varð upphaflega til sem áhugamál á meðal vina og er í dag með á fjórða tug þúsund notenda. Frá byrjun hafa aðstandendur hans unnið náið með STEF að því að gera notkun sönglagatexta á netinu löglega og hefur greitt STEF gjöld frá fyrsta degi. „Við lítum björtum augum til framtíðar og erum gríðarlega spenntir fyrir þeim nýjungum sem við erum að þróa með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs,“ segir Kjartan en fyrirtækinu hlotnaðist verkefnastyrkur í desember sem gerði það kleift að þróa gítarkennsluna. Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Vinsælasti sönglaga- og textavefur á Íslandi, GuitarParty.com (áður Gítargrip.is) kynnti fyrir skemmstu nýja viðbót fyrir notendur sína, gítarkennslumyndbönd þar sem notendur vefsins fá tilsögn í gítarleik. „Íslenskt gítaráhugafólk hefur lengi notað netið til þess að læra að spila vinsæla tónlist en gæði þeirra myndbanda sem fáanleg hafa verið á netinu hingað til hafa verið misjöfn. Nú getum við boðið íslenskum tónlistaráhugamönnum upp á gæðakennsluefni, á íslensku, sem byggir á margra ára reynslu í gítarkennslu,“ segir Þorgils Björgvinsson gítarkennari. Í þessum fyrsta fasa hafa verið framleidd 15 myndbönd sem taka fyrir erlend og innlend lög. Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. „Við höfum stór markmið fyrir gítarkennsluna og stefnum að því að framleiða í það minnsta 300 kennslumyndbönd á þessu ári fyrir notendur okkar fyrr lok þess árs. Einnig eigum við í viðræðum við erlenda aðila um sambærilega þróun fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað, segir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags GuitarParty.com. Kennsluumhverfið er á tilraunastigi, en notendum býðst að að taka það strax til notkunar og hafa áhrif á framtíðarþróun og lagaval sem notað verður í kennslunni. Vefurinn hefur vaxið mikið að undanförnu. Hann varð upphaflega til sem áhugamál á meðal vina og er í dag með á fjórða tug þúsund notenda. Frá byrjun hafa aðstandendur hans unnið náið með STEF að því að gera notkun sönglagatexta á netinu löglega og hefur greitt STEF gjöld frá fyrsta degi. „Við lítum björtum augum til framtíðar og erum gríðarlega spenntir fyrir þeim nýjungum sem við erum að þróa með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs,“ segir Kjartan en fyrirtækinu hlotnaðist verkefnastyrkur í desember sem gerði það kleift að þróa gítarkennsluna.
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira