Ecclestone: Of margir draumóramenn í Formúlu 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 11:30 Ecclestone ásamt Ronaldo í brasilíska kappakstrinum í fyrra. Nodic Photos / Getty Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir allt of marga draumóramenn þegar kemur að rekstri liðanna í Formúlu 1 kappakstrinum. Menn þurfi að sjá hlutina í réttu ljósi og herða ólina þegar kemur að rekstrinum. Keppni í Formúlu 1 hefst í Ástralíu um næstu helgi. Ecclestone, sem kominn er á níræðisaldur, segir kominn tíma á að eigendur liðanna taki til í sínum málum. „Það eru alltof margir í Formúlu 1 sem ganga um með stjörnur í augunum. Þeir sjá heiminn eins og þeir vilja að hann sé, dásamlegur og alltaf sólskin, en ekki eins og hann er í raunveruleikanum," segir Bretinn sem vill að eigendur liðanna verji fjármunum í það sem skipti máli. „Liðin þurfa að einbeita sér að grundvallaratriðunum, kappakstrinum, og verja fjármunum í íþróttina. Ekki fleygja peningum í háklassa fellihýsi og alls kyns skemmtun," sagði Ecclestone sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Ecclestone segist fylgjandi því að setja hömlur á eyðslu liðanna og segir það vel geta gerst. Á léttari nótum spáir Eccelstone því að Sebastian Vettel verji titil sinn í ár. „Hann hefur allt sem þarf. Hæfileikana, ástríðuna, einbeitnina, skýra hugsun og hann hatar að tapa. Ég sé vel fyrir mér að hann slái met Michael Schumacher," sagði Ecclestone en Schumacher varð sjö sinnum meistari í Formúlu 1. Ecclestone spáir því að Mark Webber verði annar og Lewis Hamilton þriðji. Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir allt of marga draumóramenn þegar kemur að rekstri liðanna í Formúlu 1 kappakstrinum. Menn þurfi að sjá hlutina í réttu ljósi og herða ólina þegar kemur að rekstrinum. Keppni í Formúlu 1 hefst í Ástralíu um næstu helgi. Ecclestone, sem kominn er á níræðisaldur, segir kominn tíma á að eigendur liðanna taki til í sínum málum. „Það eru alltof margir í Formúlu 1 sem ganga um með stjörnur í augunum. Þeir sjá heiminn eins og þeir vilja að hann sé, dásamlegur og alltaf sólskin, en ekki eins og hann er í raunveruleikanum," segir Bretinn sem vill að eigendur liðanna verji fjármunum í það sem skipti máli. „Liðin þurfa að einbeita sér að grundvallaratriðunum, kappakstrinum, og verja fjármunum í íþróttina. Ekki fleygja peningum í háklassa fellihýsi og alls kyns skemmtun," sagði Ecclestone sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Ecclestone segist fylgjandi því að setja hömlur á eyðslu liðanna og segir það vel geta gerst. Á léttari nótum spáir Eccelstone því að Sebastian Vettel verji titil sinn í ár. „Hann hefur allt sem þarf. Hæfileikana, ástríðuna, einbeitnina, skýra hugsun og hann hatar að tapa. Ég sé vel fyrir mér að hann slái met Michael Schumacher," sagði Ecclestone en Schumacher varð sjö sinnum meistari í Formúlu 1. Ecclestone spáir því að Mark Webber verði annar og Lewis Hamilton þriðji.
Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira