Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. mars 2012 12:20 Mynd/Pjetur Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. Hátt í þrjátíu manns á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, tollstjóra og embættis sérstaks saksóknara framkvæmdu mjög umfangsmiklar húsleitir í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Stjórn Samherja hefur ekki fengið neinar upplýsingar um á hvaða grundvelli húsleitin var framkvæmd en samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefur rannsóknaraðili allt að þrjár vikur til að veita sakborgningi aðgang að gögnum. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði í viðtali við Stöð tvö í gær að rannsóknin byggðist meðal annars á viðskiptum félagsins með karfa í gegnum dótturfélag Samherja í Þýskalandi. Sjónvarpsþátturinn Kastljós fjallaði um málið í gær og var því haldið fram að Samherji hafi á síðustu árum selt afla til erlends dótturfélags á mun lægra verði en gengur og gerist í almennum viðskiptum og þar með brotið gegn ákvæðum gjaldeyrislaga. Þorsteinn sagði hins vegar Seðlabankann hafa yfirfarið alla verkferla félagsins við sölu til útlanda og það hafi engin lög brotið. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fer með rannsókn málsins og hefur fengið aðstoð frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag og vísaði alfarið á Seðlabankann. Hjá Seðlabankanum fengust hins vegar þau svör að rannsókn á málinu væri hafin og verið væri að vinna úr þeim gögnum sem safnað var í gær. Enginn tímarammi hefur verið settur um rannsóknina en Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að farið verði að lögum og reglum. Þá vildi hann ekki gefa nein ítarlegri svör um ákvaða rökum húsleitarheimildin byggðist né hvort gripið verði til frekari aðgerða, svo sem yfirheyrslna vegna málsins. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. Hátt í þrjátíu manns á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, tollstjóra og embættis sérstaks saksóknara framkvæmdu mjög umfangsmiklar húsleitir í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Stjórn Samherja hefur ekki fengið neinar upplýsingar um á hvaða grundvelli húsleitin var framkvæmd en samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefur rannsóknaraðili allt að þrjár vikur til að veita sakborgningi aðgang að gögnum. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði í viðtali við Stöð tvö í gær að rannsóknin byggðist meðal annars á viðskiptum félagsins með karfa í gegnum dótturfélag Samherja í Þýskalandi. Sjónvarpsþátturinn Kastljós fjallaði um málið í gær og var því haldið fram að Samherji hafi á síðustu árum selt afla til erlends dótturfélags á mun lægra verði en gengur og gerist í almennum viðskiptum og þar með brotið gegn ákvæðum gjaldeyrislaga. Þorsteinn sagði hins vegar Seðlabankann hafa yfirfarið alla verkferla félagsins við sölu til útlanda og það hafi engin lög brotið. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fer með rannsókn málsins og hefur fengið aðstoð frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag og vísaði alfarið á Seðlabankann. Hjá Seðlabankanum fengust hins vegar þau svör að rannsókn á málinu væri hafin og verið væri að vinna úr þeim gögnum sem safnað var í gær. Enginn tímarammi hefur verið settur um rannsóknina en Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að farið verði að lögum og reglum. Þá vildi hann ekki gefa nein ítarlegri svör um ákvaða rökum húsleitarheimildin byggðist né hvort gripið verði til frekari aðgerða, svo sem yfirheyrslna vegna málsins.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira