Öskur setti Tiger úr jafnvægi | Eins höggs forskot fyrir lokahringinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2012 09:00 Tiger slær úr glompu á Bay Hill vellinum. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er í kjörstöðu fyrir lokahringinn á Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando sem leikinn verður í dag. Tiger, sem lék hringinn í gær á einu höggi undir pari, hefur eins höggs forskot á Norður-Írann Graeme McDowell. Tiger er samanlagt á ellefu höggum undir pari og er í fyrsta sinn í 30 mánuði í forystusætinu fyrir lokahringinn á PGA-móti. Tölfræðin er svo sannarlega hliðholl Tiger. Hann hefur unnið 37 af 39 PGA-mótum þar sem hann hefur verið efstur fyrir lokadaginn að því er AP-fréttastofan greinir frá. Enginn skildi afskrifa Graeme McDowell sem spilaði einnig á einu höggi undir pari. Síðast þegar McDowell og Tiger voru saman í holli á lokahring á golfmóti vann McDowell upp fjögurra högga forskot Tigers og vann sigur í bráðabana. Það var á Chevron áskorandamótinu í árslok 2010.Öskur og yfirlið Forysta Tiger hefði getað verið mun betri ef ekki hefði verið fyrir stórskrýtið upphafshögg hans á 15. holu. Tiger, sem virkar í fantaformi, setti boltann langt út fyrir mörk vallarins og kepptust golfáhugamenn við að gera grín að skotinu. Síðar um daginn kom í ljós að móðir sem var meðal áhorfenda á vellinum hafði öskrað í miðri sveiflu Tigers vegna þess að liðið hafði yfir son hennar. „Við erum enn að komast til botns í málinu. Það leið víst yfir 18 ára strák sem féll til jarðar og móðir hans öskraði. Það vildi svo til að það var í miðri sveiflunni minni. Ég reyndi að hætta við en það var of seint. Ég hægði á kylfunni og boltinn lenti út fyrir mörk vallarins," sagði Tiger um atvikið að því er fram kemur á fréttavef Yahoo. Myndband af atvikinu má sjá með því að smella hér.Ernie Els eygir möguleika á sæti á Masters Tiger deildi forystunni að loknum 36 holum með Suður-Kóreubúanum Charlie Wie. Wie fataðist flugið í gær, spilaði á fjórum höggum yfir pari og er á sex undir samanlagt. Þá átti Jason Dufner, sem leiddi ásamt Tiger eftir fyrsta hringinn, afleitan dag og spilaði á fimm yfir pari. Suður-Afríkubúinn Ernie Els minnti á sig með frábærum hring. Hann spilaði á fimm höggum undir pari og er í þriðja sætinu ásamt Ian Poulter á átta undir pari samanlagt. Els, sem er í 62. sæti heimslistans, þarf að ná góðum árangri til að tryggja sér þátttökurétt á Masters-mótinu aðra helgi. Fimmtíu efstu sætin á heimslistanum gefa þátttökurétt en Els þarf líklega að minnsta kosti að hafna í þriðja sæti mótsins og jafnvel gera betur en það. Hér má sjá stöðuna í mótinu. Golf Tengdar fréttir Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. 23. mars 2012 14:45 Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. 24. mars 2012 09:00 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er í kjörstöðu fyrir lokahringinn á Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando sem leikinn verður í dag. Tiger, sem lék hringinn í gær á einu höggi undir pari, hefur eins höggs forskot á Norður-Írann Graeme McDowell. Tiger er samanlagt á ellefu höggum undir pari og er í fyrsta sinn í 30 mánuði í forystusætinu fyrir lokahringinn á PGA-móti. Tölfræðin er svo sannarlega hliðholl Tiger. Hann hefur unnið 37 af 39 PGA-mótum þar sem hann hefur verið efstur fyrir lokadaginn að því er AP-fréttastofan greinir frá. Enginn skildi afskrifa Graeme McDowell sem spilaði einnig á einu höggi undir pari. Síðast þegar McDowell og Tiger voru saman í holli á lokahring á golfmóti vann McDowell upp fjögurra högga forskot Tigers og vann sigur í bráðabana. Það var á Chevron áskorandamótinu í árslok 2010.Öskur og yfirlið Forysta Tiger hefði getað verið mun betri ef ekki hefði verið fyrir stórskrýtið upphafshögg hans á 15. holu. Tiger, sem virkar í fantaformi, setti boltann langt út fyrir mörk vallarins og kepptust golfáhugamenn við að gera grín að skotinu. Síðar um daginn kom í ljós að móðir sem var meðal áhorfenda á vellinum hafði öskrað í miðri sveiflu Tigers vegna þess að liðið hafði yfir son hennar. „Við erum enn að komast til botns í málinu. Það leið víst yfir 18 ára strák sem féll til jarðar og móðir hans öskraði. Það vildi svo til að það var í miðri sveiflunni minni. Ég reyndi að hætta við en það var of seint. Ég hægði á kylfunni og boltinn lenti út fyrir mörk vallarins," sagði Tiger um atvikið að því er fram kemur á fréttavef Yahoo. Myndband af atvikinu má sjá með því að smella hér.Ernie Els eygir möguleika á sæti á Masters Tiger deildi forystunni að loknum 36 holum með Suður-Kóreubúanum Charlie Wie. Wie fataðist flugið í gær, spilaði á fjórum höggum yfir pari og er á sex undir samanlagt. Þá átti Jason Dufner, sem leiddi ásamt Tiger eftir fyrsta hringinn, afleitan dag og spilaði á fimm yfir pari. Suður-Afríkubúinn Ernie Els minnti á sig með frábærum hring. Hann spilaði á fimm höggum undir pari og er í þriðja sætinu ásamt Ian Poulter á átta undir pari samanlagt. Els, sem er í 62. sæti heimslistans, þarf að ná góðum árangri til að tryggja sér þátttökurétt á Masters-mótinu aðra helgi. Fimmtíu efstu sætin á heimslistanum gefa þátttökurétt en Els þarf líklega að minnsta kosti að hafna í þriðja sæti mótsins og jafnvel gera betur en það. Hér má sjá stöðuna í mótinu.
Golf Tengdar fréttir Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. 23. mars 2012 14:45 Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. 24. mars 2012 09:00 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. 23. mars 2012 14:45
Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. 24. mars 2012 09:00