Hamilton lang fjótastur á föstudagsæfingum Birgir Þór Harðarson skrifar 23. mars 2012 16:00 Hamilton var lang fljótastur í Malasíu í nótt á McLaren bíl sínum. nordicphotos/afp Lewis Hamilton var fljótastur allra á báðum föstudagsæfingunum fyrir kappaksturinn í Malasíu sem fram fer um helgina. Red Bull menn voru ekki langt undan á fyrri æfingunni en mistu af lestinni í þeirri seinni. Mercedes bíll þeirra Nico Rosberg og Michael Schumacher virðist vera gríðarlega fljótur á Sepang brautinni og voru þeir báðir í efstu fjórum sætunum á æfingunum tveimur. Jenson Button, sem sigraði ástralska kappaksturinn um siðastliðna helgi, var ekki langt undan liðsfélaga sínum Hamilton á seinni æfingunni. Vandamál komu í veg fyrir að hann æki fleiri en 15 hringi á fyrri æfingunni. Búist var við að rigning myndi setja strik í reikninginn á fyrri æfingunni og hafa þar af leiðandi áhrif á þá síðari. Liðin kepptust því við að fullkomna bíla sína fyrir kappaksturinn snemma morguns í Malasíu. Af rigningunni varð þó ekki. Lotus liðið tilkynnti á Twitter eftir seinni æfinguna að það þyrfti að skipta um gírkassa í bíl Kimi Raikkönen. Hann mun því missa fimm sæti á ráslínunni á sunnudaginn. Kamui Kobayashi á Sauber var fjórtándi á báðum æfingunum. Hann hefur væntanlega ekki sofið neitt rosalega vel því á twitter greindi hann frá skrítnum draum sem hann átti þá um nóttina. Kamui er eini ökumaðurinn sem fær að tvíta í friði frá vinnuveitendum sínum. Aðrir ökumenn fylgja einhverjum leiðinlegum PR reglum liðanna. Færslan hans Kamui var svohljóðandi: "@kamui_kobayashi Góðan dag. Átti furðulegan draum þar sem ég var í stríði með hagglabyssu sem ég skaut úr óvart. Það var óhuggulegt en mjög spennandi draumur." Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton var fljótastur allra á báðum föstudagsæfingunum fyrir kappaksturinn í Malasíu sem fram fer um helgina. Red Bull menn voru ekki langt undan á fyrri æfingunni en mistu af lestinni í þeirri seinni. Mercedes bíll þeirra Nico Rosberg og Michael Schumacher virðist vera gríðarlega fljótur á Sepang brautinni og voru þeir báðir í efstu fjórum sætunum á æfingunum tveimur. Jenson Button, sem sigraði ástralska kappaksturinn um siðastliðna helgi, var ekki langt undan liðsfélaga sínum Hamilton á seinni æfingunni. Vandamál komu í veg fyrir að hann æki fleiri en 15 hringi á fyrri æfingunni. Búist var við að rigning myndi setja strik í reikninginn á fyrri æfingunni og hafa þar af leiðandi áhrif á þá síðari. Liðin kepptust því við að fullkomna bíla sína fyrir kappaksturinn snemma morguns í Malasíu. Af rigningunni varð þó ekki. Lotus liðið tilkynnti á Twitter eftir seinni æfinguna að það þyrfti að skipta um gírkassa í bíl Kimi Raikkönen. Hann mun því missa fimm sæti á ráslínunni á sunnudaginn. Kamui Kobayashi á Sauber var fjórtándi á báðum æfingunum. Hann hefur væntanlega ekki sofið neitt rosalega vel því á twitter greindi hann frá skrítnum draum sem hann átti þá um nóttina. Kamui er eini ökumaðurinn sem fær að tvíta í friði frá vinnuveitendum sínum. Aðrir ökumenn fylgja einhverjum leiðinlegum PR reglum liðanna. Færslan hans Kamui var svohljóðandi: "@kamui_kobayashi Góðan dag. Átti furðulegan draum þar sem ég var í stríði með hagglabyssu sem ég skaut úr óvart. Það var óhuggulegt en mjög spennandi draumur."
Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira