Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið 23. mars 2012 14:45 Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. AP Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. Tiger Woods hefur glímt við meiðsli í hásin undanfarin misseri en svo virðist sem að meiðslin séu úr sögunni í bili. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum - alls 18. „Mér líður vel, það er allt eins og það á að vera. Vonandi verður þetta svona áfram," sagði Woods að loknum fyrsta keppnisdeginum. Charlie Wie frá Suður-Kóreu og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru efstir og jafnir á 66 höggum. Bandaríkjamaðurinn Nick Watney er á 68 höggum í þriðja sæti mótsins. „Ég gerði ekkert sem var stórkostlegt á fyrsta hringnum en ég gerði fá mistök," bætti Woods við. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. Tiger Woods hefur glímt við meiðsli í hásin undanfarin misseri en svo virðist sem að meiðslin séu úr sögunni í bili. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum - alls 18. „Mér líður vel, það er allt eins og það á að vera. Vonandi verður þetta svona áfram," sagði Woods að loknum fyrsta keppnisdeginum. Charlie Wie frá Suður-Kóreu og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru efstir og jafnir á 66 höggum. Bandaríkjamaðurinn Nick Watney er á 68 höggum í þriðja sæti mótsins. „Ég gerði ekkert sem var stórkostlegt á fyrsta hringnum en ég gerði fá mistök," bætti Woods við.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira