Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið 23. mars 2012 14:45 Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. AP Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. Tiger Woods hefur glímt við meiðsli í hásin undanfarin misseri en svo virðist sem að meiðslin séu úr sögunni í bili. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum - alls 18. „Mér líður vel, það er allt eins og það á að vera. Vonandi verður þetta svona áfram," sagði Woods að loknum fyrsta keppnisdeginum. Charlie Wie frá Suður-Kóreu og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru efstir og jafnir á 66 höggum. Bandaríkjamaðurinn Nick Watney er á 68 höggum í þriðja sæti mótsins. „Ég gerði ekkert sem var stórkostlegt á fyrsta hringnum en ég gerði fá mistök," bætti Woods við. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. Tiger Woods hefur glímt við meiðsli í hásin undanfarin misseri en svo virðist sem að meiðslin séu úr sögunni í bili. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum - alls 18. „Mér líður vel, það er allt eins og það á að vera. Vonandi verður þetta svona áfram," sagði Woods að loknum fyrsta keppnisdeginum. Charlie Wie frá Suður-Kóreu og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru efstir og jafnir á 66 höggum. Bandaríkjamaðurinn Nick Watney er á 68 höggum í þriðja sæti mótsins. „Ég gerði ekkert sem var stórkostlegt á fyrsta hringnum en ég gerði fá mistök," bætti Woods við.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira