Meðalaldur væntanlegra tónlistarmanna um sextugt 22. mars 2012 11:00 Erlendir flytjendur á leið til Íslands. Smellið á myndina til að stækka hana. Enski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry bættist fyrir skömmu í stóran hóp eldri tónlistarmanna sem sækja Ísland heim á þessu ári. Meðal annarra sem stíga hér á svið eru James Taylor, Tony Bennett, Don McLean og Manfred Mann, sem eiga það allir sameiginlegt að vera komnir vel yfir sextugt. Inni á milli leynast yngri flytjendur en langyngst er þó Azealia Banks sem er rétt skriðin yfir tvítugt. Hún dregur meðalaldur þeirra sem hingað koma mikið niður en hann hljómar upp á 58,6 ár. Aðspurður segist tónlistarspekingurinn Dr. Gunni efast um að það seljist upp á alla þrettán tónleikana sem tilkynnt hefur verið um. „Það mætti segja mér að eitthvað af þessu dóti verði slegið af vegna áhugaleysis. Þetta ber vott um pitsu- og videóleiguæði þar sem allir fara að gera það sama á sama tíma," segir Gunni. „2008 var líka gamalmennaár. Þá voru tónleikar með John Fogherty, Bob Dylan, Paul Simon, Eric Clapton og svoleiðis gaurum. Þá valdist allt á sama tíma en maður vonar að þetta gangi allt saman vel og að enginn fari á hausinn." Hann er ekki harður á því að það verði að flytja inn yngra tónlistarfólk til landsins. „Ef einhver er að kvarta yfir því að það sé ekki nógu ungt lið að koma verða þeir að gjöra svo vel að fara bara í þetta sjálfir." Dr. Gunni ætlar að fara á nokkra tónleika, eða 10 cc og Elvis Costello, auk þess sem Bryan Ferry og Manfred Mann"s Earth Band eru á hans áhugasviði. Hann viðurkennir að margir þeirra sem eru á leiðinni hingað séu orðnir útbrunnir en samt sé tónlistin þeirra klassísk. „Þetta lið er náttúrulega löngu búið að gera sitt besta „stöff". Ég er búinn að reikna það út að í poppmúsík eru allar bestu plötur sögunnar búnar til af 26 ára gömlu fólki. Þetta er vísindaleg niðurstaða sem ég fékk eftir að hafa tekið saman nokkra lista yfir bestu plötur aldarinnar. Það er því kannski ekki skrítið að allir stúti sér þegar þeir verða 27 ára," segir hann og hlær. „En þú færð allt sem er ekki útbrunnið á Airwaves. Það er reyndar ekki lið sem er að toppa um þessar mundir. Þess vegna er tvímælalaust sóknarfæri í svoleiðis tónleikum." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry bættist fyrir skömmu í stóran hóp eldri tónlistarmanna sem sækja Ísland heim á þessu ári. Meðal annarra sem stíga hér á svið eru James Taylor, Tony Bennett, Don McLean og Manfred Mann, sem eiga það allir sameiginlegt að vera komnir vel yfir sextugt. Inni á milli leynast yngri flytjendur en langyngst er þó Azealia Banks sem er rétt skriðin yfir tvítugt. Hún dregur meðalaldur þeirra sem hingað koma mikið niður en hann hljómar upp á 58,6 ár. Aðspurður segist tónlistarspekingurinn Dr. Gunni efast um að það seljist upp á alla þrettán tónleikana sem tilkynnt hefur verið um. „Það mætti segja mér að eitthvað af þessu dóti verði slegið af vegna áhugaleysis. Þetta ber vott um pitsu- og videóleiguæði þar sem allir fara að gera það sama á sama tíma," segir Gunni. „2008 var líka gamalmennaár. Þá voru tónleikar með John Fogherty, Bob Dylan, Paul Simon, Eric Clapton og svoleiðis gaurum. Þá valdist allt á sama tíma en maður vonar að þetta gangi allt saman vel og að enginn fari á hausinn." Hann er ekki harður á því að það verði að flytja inn yngra tónlistarfólk til landsins. „Ef einhver er að kvarta yfir því að það sé ekki nógu ungt lið að koma verða þeir að gjöra svo vel að fara bara í þetta sjálfir." Dr. Gunni ætlar að fara á nokkra tónleika, eða 10 cc og Elvis Costello, auk þess sem Bryan Ferry og Manfred Mann"s Earth Band eru á hans áhugasviði. Hann viðurkennir að margir þeirra sem eru á leiðinni hingað séu orðnir útbrunnir en samt sé tónlistin þeirra klassísk. „Þetta lið er náttúrulega löngu búið að gera sitt besta „stöff". Ég er búinn að reikna það út að í poppmúsík eru allar bestu plötur sögunnar búnar til af 26 ára gömlu fólki. Þetta er vísindaleg niðurstaða sem ég fékk eftir að hafa tekið saman nokkra lista yfir bestu plötur aldarinnar. Það er því kannski ekki skrítið að allir stúti sér þegar þeir verða 27 ára," segir hann og hlær. „En þú færð allt sem er ekki útbrunnið á Airwaves. Það er reyndar ekki lið sem er að toppa um þessar mundir. Þess vegna er tvímælalaust sóknarfæri í svoleiðis tónleikum." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira