Opna fyrir veiði í ósasvæði Laxá í Ásum Af Vötn og Veiði skrifar 20. mars 2012 10:17 Mynd af www.votnogveidi.is Félagið Salmon tails, sem er leigutaki Laxár á Ásum og Mýrarkvíslar er að kynna ansi spennandi nýjung, eða ósasvæði Laxár á Ásum sem liggur að hluta andspænis hinu rómaða silungasvæði Vatnsdalsár. Í fréttatilkynningu frá ST segir m.a.: „Salmon Tails kynna til sögunnar ósasvæði Laxár á Ásum, tveggja stanga 3 km langt silungaveiðisvæði beint á móti silungasvæði Vatnsdalsár. Svæðið hefur aldrei verið nýtt til stangaveiða en stendur nú til boða frá 1. maí – 20. júní og eftir atvikum 15. ágúst – 11. september. Salmon Tails hafa hafið sölu á veiðileyfum í vorveiðina en hyggjast stíga varlega til jarðar og ef vel gengur munu veiðileyfi í haustveiði standa til boða. Stangardagurinn kostar kr. 15.000,-. Veitt er frá hádegi til hádegis. Gamla veiðihúsið við Laxá á Ásum fylgir með kaupum á veiðileyfum, þar er pláss fyrir 6 manns í óuppábúnum rúmum. Leyfilegt agn er einungis fluga og allt dráp á löxum er bannað. Arnar Jón Agnarsson veitir frekari upplýsingar og selur veiðileyfi í síma 899-3702. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4159 Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði
Félagið Salmon tails, sem er leigutaki Laxár á Ásum og Mýrarkvíslar er að kynna ansi spennandi nýjung, eða ósasvæði Laxár á Ásum sem liggur að hluta andspænis hinu rómaða silungasvæði Vatnsdalsár. Í fréttatilkynningu frá ST segir m.a.: „Salmon Tails kynna til sögunnar ósasvæði Laxár á Ásum, tveggja stanga 3 km langt silungaveiðisvæði beint á móti silungasvæði Vatnsdalsár. Svæðið hefur aldrei verið nýtt til stangaveiða en stendur nú til boða frá 1. maí – 20. júní og eftir atvikum 15. ágúst – 11. september. Salmon Tails hafa hafið sölu á veiðileyfum í vorveiðina en hyggjast stíga varlega til jarðar og ef vel gengur munu veiðileyfi í haustveiði standa til boða. Stangardagurinn kostar kr. 15.000,-. Veitt er frá hádegi til hádegis. Gamla veiðihúsið við Laxá á Ásum fylgir með kaupum á veiðileyfum, þar er pláss fyrir 6 manns í óuppábúnum rúmum. Leyfilegt agn er einungis fluga og allt dráp á löxum er bannað. Arnar Jón Agnarsson veitir frekari upplýsingar og selur veiðileyfi í síma 899-3702. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4159
Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði