101 sm lax úr Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 28. september 2023 11:18 Grzegorz Łoszewski með 101 sm laxinn sem hann veiddi í Eystri Rangá í gær Það hefur verið nokkur bið eftir því að sjá lax yfir meter úr Eystri Rangá í sumar en nokkrir slíkir hafa sést í ánni í sumar. Það tókst loksins að rjúfa þennan múr í gær þegar 101 sm fallegum og þykkum hæng var landað. Eins og myndin ber með sér er þessi lax ekki leginn svo hann sýnir og sannar að ennþá er lax að ganga í Rangárnar. Veiðimenn sem hafa verið við veiðar í september hafa bæði séð og verið að veiða laxa sem eru nýlega gengnir í ánna. Þetta á bæði við um Eystri Rangá og Ytri Rangá. Varðandi stóru hængana sem hafa verið að sýna sig þá þegja flestir þunnu hljóði yfir því hvar þeir eru að sjá þá enda margir sem fara oftar en einu sinni í haustveiðina og vilja þess vegna eiga séns á að ná þeim í næstu ferð. Stangveiði Mest lesið Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Laxateljarinn í Elliðaánum kominn á netið Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Bókanir komnar á fullt fyrir næsta sumar Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Austurbakki Hólsár með spennandi sjóbirtingsveiði Veiði Ytri Rangá opnar á föstudaginn Veiði
Það tókst loksins að rjúfa þennan múr í gær þegar 101 sm fallegum og þykkum hæng var landað. Eins og myndin ber með sér er þessi lax ekki leginn svo hann sýnir og sannar að ennþá er lax að ganga í Rangárnar. Veiðimenn sem hafa verið við veiðar í september hafa bæði séð og verið að veiða laxa sem eru nýlega gengnir í ánna. Þetta á bæði við um Eystri Rangá og Ytri Rangá. Varðandi stóru hængana sem hafa verið að sýna sig þá þegja flestir þunnu hljóði yfir því hvar þeir eru að sjá þá enda margir sem fara oftar en einu sinni í haustveiðina og vilja þess vegna eiga séns á að ná þeim í næstu ferð.
Stangveiði Mest lesið Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Laxateljarinn í Elliðaánum kominn á netið Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Bókanir komnar á fullt fyrir næsta sumar Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Austurbakki Hólsár með spennandi sjóbirtingsveiði Veiði Ytri Rangá opnar á föstudaginn Veiði