Masters 2012: Hansen efstur fyrir lokadaginn | Mickelson höggi á eftir 7. apríl 2012 23:19 Phil Mickelson er í baráttunni fyrir lokadaginn á Mastersmótinu. Getty Images / Nordic Photos Miklar sviptingar einkenndu þriðja keppnisdaginn á Mastersmótinu í golfi þar sem að sænski kylfingurinn Peter Hanson tyllti sér í efsta sætið fyrir lokadaginn. Hanson er á -9 samtals en Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þrefaldur meistari á þessu móti, sýndi einnig frábær tilþrif og er hann einu höggi á eftir. BandaríkjamaðurinnTiger Woods og Norður-Írinn Rory McIlroy eru langt á eftir efstu mönnum fyrir lokahringinn.Staðan á mótinu:Peter Hanson lék frábært golf á þriðja keppnisdeginum. Alls fékk hann 8 fugla og einn skolla á hringnum og endaði hann á 65 höggum. Samtals er hann á -9 en hann bætti sig um 9 högg á milli annars og þriðja keppnisdags. Þetta er aðeins í annað sinn sem Hanson er að keppa á Mastersmótinu.Phil Mickelson, sem hefur sigrað þrívegis á þessu móti, hefur hægt og bítandi komið sér í aðstöðu til þess að sigra í fjórða sinn á þessu risamóti. Mickelson lék á 66 höggum eða -6 á þriðja keppnisdeginum og hann er samtals á -8. Mickelson lék á +2 á fyrsta keppnisdeginum eða 74 höggum og hann var á 68 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Peter Hanson, er 35 ára gamall, og besti árangur hans á stórmóti er 7. sætið á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Hann hefur sigrað fjórum sinnum á Evrópumótaröðinni en aldrei á bandarísku PGA mótaröðinni. Hanson er ekki eini sænski kylfingurinn sem er að leika á vel á Mastersmótinu. Henrik Stenson er á -4. Hinn 52 ára gamli Fred Couples sýndi þreytumerki á þriðja keppnisdeginum. Bandaríkjamaðurinn var efstur þegar keppni var hálfnuð á -5 ásamt landa sínum Jason Dufner. Þeir gerðu enga stóra hluti þegar mest á reyndi. Couples tapaði þremur höggum á þriðja hringnum og er því á -2 fyrir lokahringinn. Dufner gerði það nákvæmlega sama og lék á 75 höggum og er hann á -2.Rory McIlroy var í tómu rugli á síðari 9 holunum á þriðja keppnisdegi og lék hann á 42 höggum. Hann lék samtals á 77 höggum og aðeins frábær fugl á lokaholunni var fagnaðarefni fyrir McIlroy. Hann er samtals á +1 og er hann ekki líklegur til þess að fá græna jakkann í ár eftir að hafa leikið á 71, 69 og 77 höggum. Tiger langt frá sínu bestaSvínn Peter Hanson er efstur fyrir lokadaginn á Mastersmótinu 2012.Getty Images / Nordic PhotosTiger Woods er á sama stað og í gær, eða á +3, en hann lék á pari vallar á þriðja hringnum. Tiger Woods baðst afsökunar á framferði sínu á öðrum keppnisdeginum þar sem hann sparkaði m.a. í golfkylfur og lét öllum illum látum.Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku, sem sigraði á opna breska meistaramótinu árið 2010, þokaði sér í hóp efstu manna með því að leika á -3. Hann er samtals á -7 og er til alls líklegur.Bubba Watson er einnig í aðstöðu til þess að blanda sér í baráttuna um græna jakkann. Hinn gríðarhögglangi Watson er samtals á -6 en hann hefur aldrei náð að sigra á stórmóti.Matt Kuchar frá Bandaríkjunum er á -5 fyrir lokadaginn en hann lék þriðja hringinn á 70 höggum eða -2.Padraig Harrington er á réttri leið eftir magurt gengi á golfvellinum undanfarin misseri. Írinn, sem tvívegis hefur sigrað á opna breska meistaramótinu, er á -4 og gæti blandað sér í baráttuna á lokadeginum. Harrington þokaði sér upp um 18 sæti á milli keppnisdaga. Hunter Mahan frá Bandaríkjunum sem er í fjórða sæti heimslistans náði einnig að fara upp um 18 sæti en hann er á -5.Lee Westwood, sem er í þriðja sæti heimslistans, er á -4 en hann hefur enn ekki náð að sigra á stórmóti á ferlinum.Luke Donald, efsti maður heimslistans, hefur afskrifað möguleika sína á sigri á Augusta en Englendingurinn lék á 75 höggum á þriðja keppnisdeginum. „Ég batt miklar vonir við þessa viku. Það er ekkert verra en að vakna á sunnudegi og vita að ekkert mun duga til þess að koma sér í baráttuna um sigurinn," sagði hinn 34 ára gamli Donald sem er samtals á 7 höggum yfir pari valllar. Hann hefur aldrei náð að sigra á stórmóti og það er ljóst að biðin eftir þeim stóra er ekki á enda hjá Donald. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel, sem hefur titil að verja, mun ekki verja titilinn en hann er samtals á +6 eftir að hafa leikið á 72, 75 og 75. Golf Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Miklar sviptingar einkenndu þriðja keppnisdaginn á Mastersmótinu í golfi þar sem að sænski kylfingurinn Peter Hanson tyllti sér í efsta sætið fyrir lokadaginn. Hanson er á -9 samtals en Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þrefaldur meistari á þessu móti, sýndi einnig frábær tilþrif og er hann einu höggi á eftir. BandaríkjamaðurinnTiger Woods og Norður-Írinn Rory McIlroy eru langt á eftir efstu mönnum fyrir lokahringinn.Staðan á mótinu:Peter Hanson lék frábært golf á þriðja keppnisdeginum. Alls fékk hann 8 fugla og einn skolla á hringnum og endaði hann á 65 höggum. Samtals er hann á -9 en hann bætti sig um 9 högg á milli annars og þriðja keppnisdags. Þetta er aðeins í annað sinn sem Hanson er að keppa á Mastersmótinu.Phil Mickelson, sem hefur sigrað þrívegis á þessu móti, hefur hægt og bítandi komið sér í aðstöðu til þess að sigra í fjórða sinn á þessu risamóti. Mickelson lék á 66 höggum eða -6 á þriðja keppnisdeginum og hann er samtals á -8. Mickelson lék á +2 á fyrsta keppnisdeginum eða 74 höggum og hann var á 68 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Peter Hanson, er 35 ára gamall, og besti árangur hans á stórmóti er 7. sætið á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Hann hefur sigrað fjórum sinnum á Evrópumótaröðinni en aldrei á bandarísku PGA mótaröðinni. Hanson er ekki eini sænski kylfingurinn sem er að leika á vel á Mastersmótinu. Henrik Stenson er á -4. Hinn 52 ára gamli Fred Couples sýndi þreytumerki á þriðja keppnisdeginum. Bandaríkjamaðurinn var efstur þegar keppni var hálfnuð á -5 ásamt landa sínum Jason Dufner. Þeir gerðu enga stóra hluti þegar mest á reyndi. Couples tapaði þremur höggum á þriðja hringnum og er því á -2 fyrir lokahringinn. Dufner gerði það nákvæmlega sama og lék á 75 höggum og er hann á -2.Rory McIlroy var í tómu rugli á síðari 9 holunum á þriðja keppnisdegi og lék hann á 42 höggum. Hann lék samtals á 77 höggum og aðeins frábær fugl á lokaholunni var fagnaðarefni fyrir McIlroy. Hann er samtals á +1 og er hann ekki líklegur til þess að fá græna jakkann í ár eftir að hafa leikið á 71, 69 og 77 höggum. Tiger langt frá sínu bestaSvínn Peter Hanson er efstur fyrir lokadaginn á Mastersmótinu 2012.Getty Images / Nordic PhotosTiger Woods er á sama stað og í gær, eða á +3, en hann lék á pari vallar á þriðja hringnum. Tiger Woods baðst afsökunar á framferði sínu á öðrum keppnisdeginum þar sem hann sparkaði m.a. í golfkylfur og lét öllum illum látum.Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku, sem sigraði á opna breska meistaramótinu árið 2010, þokaði sér í hóp efstu manna með því að leika á -3. Hann er samtals á -7 og er til alls líklegur.Bubba Watson er einnig í aðstöðu til þess að blanda sér í baráttuna um græna jakkann. Hinn gríðarhögglangi Watson er samtals á -6 en hann hefur aldrei náð að sigra á stórmóti.Matt Kuchar frá Bandaríkjunum er á -5 fyrir lokadaginn en hann lék þriðja hringinn á 70 höggum eða -2.Padraig Harrington er á réttri leið eftir magurt gengi á golfvellinum undanfarin misseri. Írinn, sem tvívegis hefur sigrað á opna breska meistaramótinu, er á -4 og gæti blandað sér í baráttuna á lokadeginum. Harrington þokaði sér upp um 18 sæti á milli keppnisdaga. Hunter Mahan frá Bandaríkjunum sem er í fjórða sæti heimslistans náði einnig að fara upp um 18 sæti en hann er á -5.Lee Westwood, sem er í þriðja sæti heimslistans, er á -4 en hann hefur enn ekki náð að sigra á stórmóti á ferlinum.Luke Donald, efsti maður heimslistans, hefur afskrifað möguleika sína á sigri á Augusta en Englendingurinn lék á 75 höggum á þriðja keppnisdeginum. „Ég batt miklar vonir við þessa viku. Það er ekkert verra en að vakna á sunnudegi og vita að ekkert mun duga til þess að koma sér í baráttuna um sigurinn," sagði hinn 34 ára gamli Donald sem er samtals á 7 höggum yfir pari valllar. Hann hefur aldrei náð að sigra á stórmóti og það er ljóst að biðin eftir þeim stóra er ekki á enda hjá Donald. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel, sem hefur titil að verja, mun ekki verja titilinn en hann er samtals á +6 eftir að hafa leikið á 72, 75 og 75.
Golf Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira