Masters 2012: Hansen efstur fyrir lokadaginn | Mickelson höggi á eftir 7. apríl 2012 23:19 Phil Mickelson er í baráttunni fyrir lokadaginn á Mastersmótinu. Getty Images / Nordic Photos Miklar sviptingar einkenndu þriðja keppnisdaginn á Mastersmótinu í golfi þar sem að sænski kylfingurinn Peter Hanson tyllti sér í efsta sætið fyrir lokadaginn. Hanson er á -9 samtals en Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þrefaldur meistari á þessu móti, sýndi einnig frábær tilþrif og er hann einu höggi á eftir. BandaríkjamaðurinnTiger Woods og Norður-Írinn Rory McIlroy eru langt á eftir efstu mönnum fyrir lokahringinn.Staðan á mótinu:Peter Hanson lék frábært golf á þriðja keppnisdeginum. Alls fékk hann 8 fugla og einn skolla á hringnum og endaði hann á 65 höggum. Samtals er hann á -9 en hann bætti sig um 9 högg á milli annars og þriðja keppnisdags. Þetta er aðeins í annað sinn sem Hanson er að keppa á Mastersmótinu.Phil Mickelson, sem hefur sigrað þrívegis á þessu móti, hefur hægt og bítandi komið sér í aðstöðu til þess að sigra í fjórða sinn á þessu risamóti. Mickelson lék á 66 höggum eða -6 á þriðja keppnisdeginum og hann er samtals á -8. Mickelson lék á +2 á fyrsta keppnisdeginum eða 74 höggum og hann var á 68 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Peter Hanson, er 35 ára gamall, og besti árangur hans á stórmóti er 7. sætið á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Hann hefur sigrað fjórum sinnum á Evrópumótaröðinni en aldrei á bandarísku PGA mótaröðinni. Hanson er ekki eini sænski kylfingurinn sem er að leika á vel á Mastersmótinu. Henrik Stenson er á -4. Hinn 52 ára gamli Fred Couples sýndi þreytumerki á þriðja keppnisdeginum. Bandaríkjamaðurinn var efstur þegar keppni var hálfnuð á -5 ásamt landa sínum Jason Dufner. Þeir gerðu enga stóra hluti þegar mest á reyndi. Couples tapaði þremur höggum á þriðja hringnum og er því á -2 fyrir lokahringinn. Dufner gerði það nákvæmlega sama og lék á 75 höggum og er hann á -2.Rory McIlroy var í tómu rugli á síðari 9 holunum á þriðja keppnisdegi og lék hann á 42 höggum. Hann lék samtals á 77 höggum og aðeins frábær fugl á lokaholunni var fagnaðarefni fyrir McIlroy. Hann er samtals á +1 og er hann ekki líklegur til þess að fá græna jakkann í ár eftir að hafa leikið á 71, 69 og 77 höggum. Tiger langt frá sínu bestaSvínn Peter Hanson er efstur fyrir lokadaginn á Mastersmótinu 2012.Getty Images / Nordic PhotosTiger Woods er á sama stað og í gær, eða á +3, en hann lék á pari vallar á þriðja hringnum. Tiger Woods baðst afsökunar á framferði sínu á öðrum keppnisdeginum þar sem hann sparkaði m.a. í golfkylfur og lét öllum illum látum.Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku, sem sigraði á opna breska meistaramótinu árið 2010, þokaði sér í hóp efstu manna með því að leika á -3. Hann er samtals á -7 og er til alls líklegur.Bubba Watson er einnig í aðstöðu til þess að blanda sér í baráttuna um græna jakkann. Hinn gríðarhögglangi Watson er samtals á -6 en hann hefur aldrei náð að sigra á stórmóti.Matt Kuchar frá Bandaríkjunum er á -5 fyrir lokadaginn en hann lék þriðja hringinn á 70 höggum eða -2.Padraig Harrington er á réttri leið eftir magurt gengi á golfvellinum undanfarin misseri. Írinn, sem tvívegis hefur sigrað á opna breska meistaramótinu, er á -4 og gæti blandað sér í baráttuna á lokadeginum. Harrington þokaði sér upp um 18 sæti á milli keppnisdaga. Hunter Mahan frá Bandaríkjunum sem er í fjórða sæti heimslistans náði einnig að fara upp um 18 sæti en hann er á -5.Lee Westwood, sem er í þriðja sæti heimslistans, er á -4 en hann hefur enn ekki náð að sigra á stórmóti á ferlinum.Luke Donald, efsti maður heimslistans, hefur afskrifað möguleika sína á sigri á Augusta en Englendingurinn lék á 75 höggum á þriðja keppnisdeginum. „Ég batt miklar vonir við þessa viku. Það er ekkert verra en að vakna á sunnudegi og vita að ekkert mun duga til þess að koma sér í baráttuna um sigurinn," sagði hinn 34 ára gamli Donald sem er samtals á 7 höggum yfir pari valllar. Hann hefur aldrei náð að sigra á stórmóti og það er ljóst að biðin eftir þeim stóra er ekki á enda hjá Donald. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel, sem hefur titil að verja, mun ekki verja titilinn en hann er samtals á +6 eftir að hafa leikið á 72, 75 og 75. Golf Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira
Miklar sviptingar einkenndu þriðja keppnisdaginn á Mastersmótinu í golfi þar sem að sænski kylfingurinn Peter Hanson tyllti sér í efsta sætið fyrir lokadaginn. Hanson er á -9 samtals en Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þrefaldur meistari á þessu móti, sýndi einnig frábær tilþrif og er hann einu höggi á eftir. BandaríkjamaðurinnTiger Woods og Norður-Írinn Rory McIlroy eru langt á eftir efstu mönnum fyrir lokahringinn.Staðan á mótinu:Peter Hanson lék frábært golf á þriðja keppnisdeginum. Alls fékk hann 8 fugla og einn skolla á hringnum og endaði hann á 65 höggum. Samtals er hann á -9 en hann bætti sig um 9 högg á milli annars og þriðja keppnisdags. Þetta er aðeins í annað sinn sem Hanson er að keppa á Mastersmótinu.Phil Mickelson, sem hefur sigrað þrívegis á þessu móti, hefur hægt og bítandi komið sér í aðstöðu til þess að sigra í fjórða sinn á þessu risamóti. Mickelson lék á 66 höggum eða -6 á þriðja keppnisdeginum og hann er samtals á -8. Mickelson lék á +2 á fyrsta keppnisdeginum eða 74 höggum og hann var á 68 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Peter Hanson, er 35 ára gamall, og besti árangur hans á stórmóti er 7. sætið á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Hann hefur sigrað fjórum sinnum á Evrópumótaröðinni en aldrei á bandarísku PGA mótaröðinni. Hanson er ekki eini sænski kylfingurinn sem er að leika á vel á Mastersmótinu. Henrik Stenson er á -4. Hinn 52 ára gamli Fred Couples sýndi þreytumerki á þriðja keppnisdeginum. Bandaríkjamaðurinn var efstur þegar keppni var hálfnuð á -5 ásamt landa sínum Jason Dufner. Þeir gerðu enga stóra hluti þegar mest á reyndi. Couples tapaði þremur höggum á þriðja hringnum og er því á -2 fyrir lokahringinn. Dufner gerði það nákvæmlega sama og lék á 75 höggum og er hann á -2.Rory McIlroy var í tómu rugli á síðari 9 holunum á þriðja keppnisdegi og lék hann á 42 höggum. Hann lék samtals á 77 höggum og aðeins frábær fugl á lokaholunni var fagnaðarefni fyrir McIlroy. Hann er samtals á +1 og er hann ekki líklegur til þess að fá græna jakkann í ár eftir að hafa leikið á 71, 69 og 77 höggum. Tiger langt frá sínu bestaSvínn Peter Hanson er efstur fyrir lokadaginn á Mastersmótinu 2012.Getty Images / Nordic PhotosTiger Woods er á sama stað og í gær, eða á +3, en hann lék á pari vallar á þriðja hringnum. Tiger Woods baðst afsökunar á framferði sínu á öðrum keppnisdeginum þar sem hann sparkaði m.a. í golfkylfur og lét öllum illum látum.Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku, sem sigraði á opna breska meistaramótinu árið 2010, þokaði sér í hóp efstu manna með því að leika á -3. Hann er samtals á -7 og er til alls líklegur.Bubba Watson er einnig í aðstöðu til þess að blanda sér í baráttuna um græna jakkann. Hinn gríðarhögglangi Watson er samtals á -6 en hann hefur aldrei náð að sigra á stórmóti.Matt Kuchar frá Bandaríkjunum er á -5 fyrir lokadaginn en hann lék þriðja hringinn á 70 höggum eða -2.Padraig Harrington er á réttri leið eftir magurt gengi á golfvellinum undanfarin misseri. Írinn, sem tvívegis hefur sigrað á opna breska meistaramótinu, er á -4 og gæti blandað sér í baráttuna á lokadeginum. Harrington þokaði sér upp um 18 sæti á milli keppnisdaga. Hunter Mahan frá Bandaríkjunum sem er í fjórða sæti heimslistans náði einnig að fara upp um 18 sæti en hann er á -5.Lee Westwood, sem er í þriðja sæti heimslistans, er á -4 en hann hefur enn ekki náð að sigra á stórmóti á ferlinum.Luke Donald, efsti maður heimslistans, hefur afskrifað möguleika sína á sigri á Augusta en Englendingurinn lék á 75 höggum á þriðja keppnisdeginum. „Ég batt miklar vonir við þessa viku. Það er ekkert verra en að vakna á sunnudegi og vita að ekkert mun duga til þess að koma sér í baráttuna um sigurinn," sagði hinn 34 ára gamli Donald sem er samtals á 7 höggum yfir pari valllar. Hann hefur aldrei náð að sigra á stórmóti og það er ljóst að biðin eftir þeim stóra er ekki á enda hjá Donald. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel, sem hefur titil að verja, mun ekki verja titilinn en hann er samtals á +6 eftir að hafa leikið á 72, 75 og 75.
Golf Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira