Masters 2012: Westwood með eins höggs forskot | Tiger á pari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2012 00:01 Westwood fann sig vel á Augusta-vellinum í dag. Nordic Photos / Getty Englendingurinn Lee Westwood spilaði manna best á fyrsta degi Masters-mótsins í golfi á Augusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Westwood lauk leik á fimm höggum undir pari. Englendingurinn 38 ára kannast ágætlega við tilfinninguna að hafa forystuna á Masters. Hann leiddi fyrir lokadaginn árið 2010 en ótrúleg spilamennska Phil Mickelson á lokahringnum kom í veg fyrir að Westwood landaði sínum fyrsta risatitli. „Það var hvergi veikan blett að finna í spilamennsku minni. Ég setti boltann nálægt pinna, hitti vel á brautirnar og setti niður nokkur góð pútt," sagði Westwood sem er enn í leit að sigri á sínu fyrsta risamóti.Ágætis staða hjá Woods þrátt fyrir ógöngur Tiger Woods lenti í ýmsum ógöngum en tókst þrátt fyrir allt að skila sér í hús á pari. „Ég átti nokkrar af verstu sveiflum ævi minnar í dag en þetta er allt í lagi," sagði Woods sem hefur unnið 14 stórmót á ævinni, síðast árið 2008. Norður-Írinn Rory McIlroy sem fataðist heldur betur flugið í kjörstöðu á mótinu á síðasta ári fór hræðilega af stað. Tvöfaldur skolli á fyrstu holu en eftir það birti til. Sigurvegari Opna breska fékk fugla á síðustu tveimur holunum og kom í hús á einu höggi undir pari. Phil Mickelson spilaði hringinn á tveimur höggum yfir pari. Mickelson fékk meðal annars þrefaldan skolla á 10. holu þar sem hann týndi boltanum.Oosthuizen og Hanson í öðru sæti Fast á hæla Westwood koma Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen og Svíinn Peter Hanson. Oosthuizen, besti vinur Charl Schwartzel sem vann mótið í fyrra, fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og kom sér í góða stöðu. Svínn Henrik Stenson var á sex höggum undir pari og í frábærri stöðu þegar þrjár holur voru eftir. Hann spilaði lokaholuna hins vegar á heilum fjórum yfir pari og lauk leik á einu höggi undir pari.Staða efstu manna 1. Lee Westwod -5 2. Louis Oosthuizen, Peter Hanson -4 3. Paul Lawrie, Francesco Molinari, Ben Crane, Jason Dufner og Bubba Watson -3 Golf Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Englendingurinn Lee Westwood spilaði manna best á fyrsta degi Masters-mótsins í golfi á Augusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Westwood lauk leik á fimm höggum undir pari. Englendingurinn 38 ára kannast ágætlega við tilfinninguna að hafa forystuna á Masters. Hann leiddi fyrir lokadaginn árið 2010 en ótrúleg spilamennska Phil Mickelson á lokahringnum kom í veg fyrir að Westwood landaði sínum fyrsta risatitli. „Það var hvergi veikan blett að finna í spilamennsku minni. Ég setti boltann nálægt pinna, hitti vel á brautirnar og setti niður nokkur góð pútt," sagði Westwood sem er enn í leit að sigri á sínu fyrsta risamóti.Ágætis staða hjá Woods þrátt fyrir ógöngur Tiger Woods lenti í ýmsum ógöngum en tókst þrátt fyrir allt að skila sér í hús á pari. „Ég átti nokkrar af verstu sveiflum ævi minnar í dag en þetta er allt í lagi," sagði Woods sem hefur unnið 14 stórmót á ævinni, síðast árið 2008. Norður-Írinn Rory McIlroy sem fataðist heldur betur flugið í kjörstöðu á mótinu á síðasta ári fór hræðilega af stað. Tvöfaldur skolli á fyrstu holu en eftir það birti til. Sigurvegari Opna breska fékk fugla á síðustu tveimur holunum og kom í hús á einu höggi undir pari. Phil Mickelson spilaði hringinn á tveimur höggum yfir pari. Mickelson fékk meðal annars þrefaldan skolla á 10. holu þar sem hann týndi boltanum.Oosthuizen og Hanson í öðru sæti Fast á hæla Westwood koma Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen og Svíinn Peter Hanson. Oosthuizen, besti vinur Charl Schwartzel sem vann mótið í fyrra, fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og kom sér í góða stöðu. Svínn Henrik Stenson var á sex höggum undir pari og í frábærri stöðu þegar þrjár holur voru eftir. Hann spilaði lokaholuna hins vegar á heilum fjórum yfir pari og lauk leik á einu höggi undir pari.Staða efstu manna 1. Lee Westwod -5 2. Louis Oosthuizen, Peter Hanson -4 3. Paul Lawrie, Francesco Molinari, Ben Crane, Jason Dufner og Bubba Watson -3
Golf Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn