Ólafur Ragnar sigurstranglegastur - Þóra líklegust til að fella hann 5. apríl 2012 18:40 Allir forsetaframbjóðendur hyggjast beita hinu umdeilda synjunarvaldi forseta, sem öryggisventil, komist þeir á Bessastaði. Almannatengill telur sitjandi forseta sigurstranglegastan, Þóra Arnórsdóttir sé hins vegar líklegust til að fella hann. Umdeildustu athafnir Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli eru án vafa þau þrjú skipti sem hann neitaði að að staðfesta lög frá alþingi, fyrstur forseta í Íslandssögunni. Synjunarvald forseta eru að segja má einu virku pólitísku völdin sem forsetinn hefur. Því má ætla að marga leiki forvitni á að vita hvort þeir sem nú hafa boðið sig fram hyggist beita þessu valdi, telji þeir þörf á. Þóra Arnórsdóttir, nýjasti forsetaframbjóðandinn sagði þetta í gær: „Forsetinn á ekki að blanda sér í pólitísk deilumál eða rökræður. En að sama skapi þá er hann ekki áhrifalaus. Þessi sömu stjórnvöld vita að 26. grein stjórnarskrárinnar er virk og forsetinn, sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, hefur meðal annars það hlutverk að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill. Öryggisventill í neyðartilvikum." Hún myndi samkvæmt þessu beita synjunarvaldi forsetans í neyðartilvikum yrði hún kjörin. Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: "Málskotsrétturinn er öryggisloki sem ber að beita af varfærni en þjóðin þarf jafnframt að geta treyst því að forseti Íslands hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur." Hún hyggst því líka beita synjunarvaldinu, þegar við á. Ástþór Magnússon vill að forsetinn: „virkji neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar." Hann segir því já. Ekki náðist í Hannes Bjarnason frambjóðanda sem býr í Noregi, hvorki með tölvupósti né síma. Hins vegar má lesa það út úr texta af heimasíðu hans, jaforseti.is, að hann myndi beita þessu valdi: „...við búum við lýðræði sem er skilgreint í Stjórnarskrá landsins. Forseti Íslands á að notfæra sér þann rétt sem honum er þar veittur til að hlúa að lýðræðinu." Og loks er það Jón Lárusson rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild sem var fyrstur til að bjóða sig fram. Hann kveðst myndu beita synjunarvaldinu þegar alþingi er ekki í takti við þjóðarviljann. Svo virðist því sem allir frambjóðendur sem komnir eru fram hyggist beita þessu umdeilda valdi við ákveðna aðstæður. Almannatengillinn Jón Hákon Magnússon segir frambjóðendur ekki geta annað en lýst yfir vilja til að nýta neitunarvaldið, eftir tíð Ólafs í embætti. En hvernig les hann stöðuna nú? „Ég held í augnablikinu sé Ólafur ennþá sterkastur. Meðal annars vegna þess að það eru margir í framboði en ég að held að númer tvö sé Þóra og að hún muni sækja á hann. Ef það bætist enginn annar við þá verður hún sennilega sterkust. En ef það kemur einhver önnur kona sem er líka þekkt og með gott bakland þá verður hún í meiri vandræðum heldur en Ólafur." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Allir forsetaframbjóðendur hyggjast beita hinu umdeilda synjunarvaldi forseta, sem öryggisventil, komist þeir á Bessastaði. Almannatengill telur sitjandi forseta sigurstranglegastan, Þóra Arnórsdóttir sé hins vegar líklegust til að fella hann. Umdeildustu athafnir Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli eru án vafa þau þrjú skipti sem hann neitaði að að staðfesta lög frá alþingi, fyrstur forseta í Íslandssögunni. Synjunarvald forseta eru að segja má einu virku pólitísku völdin sem forsetinn hefur. Því má ætla að marga leiki forvitni á að vita hvort þeir sem nú hafa boðið sig fram hyggist beita þessu valdi, telji þeir þörf á. Þóra Arnórsdóttir, nýjasti forsetaframbjóðandinn sagði þetta í gær: „Forsetinn á ekki að blanda sér í pólitísk deilumál eða rökræður. En að sama skapi þá er hann ekki áhrifalaus. Þessi sömu stjórnvöld vita að 26. grein stjórnarskrárinnar er virk og forsetinn, sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, hefur meðal annars það hlutverk að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill. Öryggisventill í neyðartilvikum." Hún myndi samkvæmt þessu beita synjunarvaldi forsetans í neyðartilvikum yrði hún kjörin. Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: "Málskotsrétturinn er öryggisloki sem ber að beita af varfærni en þjóðin þarf jafnframt að geta treyst því að forseti Íslands hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur." Hún hyggst því líka beita synjunarvaldinu, þegar við á. Ástþór Magnússon vill að forsetinn: „virkji neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar." Hann segir því já. Ekki náðist í Hannes Bjarnason frambjóðanda sem býr í Noregi, hvorki með tölvupósti né síma. Hins vegar má lesa það út úr texta af heimasíðu hans, jaforseti.is, að hann myndi beita þessu valdi: „...við búum við lýðræði sem er skilgreint í Stjórnarskrá landsins. Forseti Íslands á að notfæra sér þann rétt sem honum er þar veittur til að hlúa að lýðræðinu." Og loks er það Jón Lárusson rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild sem var fyrstur til að bjóða sig fram. Hann kveðst myndu beita synjunarvaldinu þegar alþingi er ekki í takti við þjóðarviljann. Svo virðist því sem allir frambjóðendur sem komnir eru fram hyggist beita þessu umdeilda valdi við ákveðna aðstæður. Almannatengillinn Jón Hákon Magnússon segir frambjóðendur ekki geta annað en lýst yfir vilja til að nýta neitunarvaldið, eftir tíð Ólafs í embætti. En hvernig les hann stöðuna nú? „Ég held í augnablikinu sé Ólafur ennþá sterkastur. Meðal annars vegna þess að það eru margir í framboði en ég að held að númer tvö sé Þóra og að hún muni sækja á hann. Ef það bætist enginn annar við þá verður hún sennilega sterkust. En ef það kemur einhver önnur kona sem er líka þekkt og með gott bakland þá verður hún í meiri vandræðum heldur en Ólafur."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira