Harrington og Byrd unnu Par 3 keppnina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 13:30 Harringon, Ryo Ishikawwa og Patrick Cantlay ásamt ungum kylfusveinum sínum í Georgíu í gær. Nordic Photos / Getty Írinn Pardraig Harrington og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd hrósuðu sigri á árlegri Par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs þegar nokkrir keppendur áttu enn eftir að skila sér í mark. Þetta er í þriðja sinn sem Harringon hrósar sigri í keppninni en hann spilaði á fimm undir pari líkt og Byrd. Nokkrir kylfingar kusu að taka ekki þátt og voru Tiger Woods og Rory McIlroy þeirra á meðal. Daninn Thomas Björn og Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson áttu högg dagsins á par 3 vellinum í Augusta. Kapparnir fóru báðir holu í höggi. Léttleikinn er í fyrirrúmi í keppninni þar sem flestir kylfingarnir njóta þess að spila holurnar níu í faðmi fjölskyldumeðlima sem oft gegna hlutverki kylfusveina. Masters-mótið hefst í kvöld klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Að lokinni viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur í úrslitakeppni karla í körfuknattleik verður mótið einnig í beinni á Stöð 2 Sport. Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Írinn Pardraig Harrington og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd hrósuðu sigri á árlegri Par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs þegar nokkrir keppendur áttu enn eftir að skila sér í mark. Þetta er í þriðja sinn sem Harringon hrósar sigri í keppninni en hann spilaði á fimm undir pari líkt og Byrd. Nokkrir kylfingar kusu að taka ekki þátt og voru Tiger Woods og Rory McIlroy þeirra á meðal. Daninn Thomas Björn og Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson áttu högg dagsins á par 3 vellinum í Augusta. Kapparnir fóru báðir holu í höggi. Léttleikinn er í fyrirrúmi í keppninni þar sem flestir kylfingarnir njóta þess að spila holurnar níu í faðmi fjölskyldumeðlima sem oft gegna hlutverki kylfusveina. Masters-mótið hefst í kvöld klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Að lokinni viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur í úrslitakeppni karla í körfuknattleik verður mótið einnig í beinni á Stöð 2 Sport.
Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira