Inspired by Iceland lokkaði Easy Jet á klakann Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. apríl 2012 19:08 Carolyn McCall, forstjóri Easy Jet ásamt Steingrími J. Sigfússuni, efnahags- og viðskiptaráðherra, á fundinum á Hótel Borg í morgun. Forstjóri Easy Jet, sem er meðal annars lærður kennari, segir að fólk verði að hugsa ferðalög sín upp á nýtt þegar það ferðist með fyrirtækinu og flestir sem það geri líti ekki um öxl. Hún segir að kynningarherferð stjórnvalda í fyrra hafi skipt sköpum þegar tekin var ákvörðun um að koma til Íslands. Easy Jet hóf áætlunarflug til Íslands í vikunni en fyrirtækið hefur þegar selt fimmtán þúsund farseðla. Fyrirtækið ætlar sér ekki að beita hefðbundinni markaðsetningu hér á landi og ætlar alfarið að reiða sig á samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Forstjórinn Carolyn McCall á sér athyglisverðan bakgrunn, en hún er meðal annars lærður kennari, auk þess að vera með próf í stjórnmála- og sagnfræði. Hún kleif metorðastigann hjá útgáfufyrirtæki breska dagblaðsins Guardian áður og endaði sem forstjóri útgáfunnar og söðlaði síðan um og var ráðinn forstjóri Easy Jet. Vöxtur Easy Jet hefur verið ævintýri líkastur en fyrirtækið er orðið tíunda stærsta flugfélag í heiminum. „Við teljum að við bjóðum upp á snögga þjónustu, frá einum stað til annars, með lágt fargjald og frábæra þjónustu. Það er það sem við gerum í Evrópu. Við teljum að í erfiðara efnahagsástandi standi EasyJet sig mjög vel því fólk verður að endurmeta með hvaða flugfélagi það ferðast og hvaða gæði það fær. Við höfum tekið eftir þessu úti um alla Evrópu. Fólk prófar EasyJet, oft í fyrsta skipti, og þegar það hefur gert það fer það ekki aftur til rótgrónu flugfélaganna," segir Carolyn, en hún er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Það er augljóst að Easy Jet hentar ekki öllum. T.d rukkar félagið sérstaklega fyrir töskur og menn keypt sig fremst í röðina á flugvellinum. En af hverju Ísland? „Ég held að það sé ekki spurning að sú staðreynd að þið hafið ríkisstjórn og („Inspired by Iceland") og „Visit Reykjavík", að allir þessi hópar eru mjög framtakssamir í að auglýsa Ísland erlendis. Það er mjög mikilvægt og það hjálpar okkur mikið. Við myndum ekki fara inn á nýja leið ef við hefðum ekki þennan þátt því það er hjálplegt að auglýsa Ísland. Eitt af því sem við vorum að tala um í gær, eftir að hafa séð hluta af þessu fallega landi, og við sáum aðeins smápart af landinu, en það er ótrúlega magnað." Viðtalið við Carolyn í heild sinni þar sem hún ræðir um eins ólíka hluti og Gullfoss og Geysi og áhættustjórnun vegna olíukostnaðar má nú finna hér. Klinkið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Forstjóri Easy Jet, sem er meðal annars lærður kennari, segir að fólk verði að hugsa ferðalög sín upp á nýtt þegar það ferðist með fyrirtækinu og flestir sem það geri líti ekki um öxl. Hún segir að kynningarherferð stjórnvalda í fyrra hafi skipt sköpum þegar tekin var ákvörðun um að koma til Íslands. Easy Jet hóf áætlunarflug til Íslands í vikunni en fyrirtækið hefur þegar selt fimmtán þúsund farseðla. Fyrirtækið ætlar sér ekki að beita hefðbundinni markaðsetningu hér á landi og ætlar alfarið að reiða sig á samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Forstjórinn Carolyn McCall á sér athyglisverðan bakgrunn, en hún er meðal annars lærður kennari, auk þess að vera með próf í stjórnmála- og sagnfræði. Hún kleif metorðastigann hjá útgáfufyrirtæki breska dagblaðsins Guardian áður og endaði sem forstjóri útgáfunnar og söðlaði síðan um og var ráðinn forstjóri Easy Jet. Vöxtur Easy Jet hefur verið ævintýri líkastur en fyrirtækið er orðið tíunda stærsta flugfélag í heiminum. „Við teljum að við bjóðum upp á snögga þjónustu, frá einum stað til annars, með lágt fargjald og frábæra þjónustu. Það er það sem við gerum í Evrópu. Við teljum að í erfiðara efnahagsástandi standi EasyJet sig mjög vel því fólk verður að endurmeta með hvaða flugfélagi það ferðast og hvaða gæði það fær. Við höfum tekið eftir þessu úti um alla Evrópu. Fólk prófar EasyJet, oft í fyrsta skipti, og þegar það hefur gert það fer það ekki aftur til rótgrónu flugfélaganna," segir Carolyn, en hún er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Það er augljóst að Easy Jet hentar ekki öllum. T.d rukkar félagið sérstaklega fyrir töskur og menn keypt sig fremst í röðina á flugvellinum. En af hverju Ísland? „Ég held að það sé ekki spurning að sú staðreynd að þið hafið ríkisstjórn og („Inspired by Iceland") og „Visit Reykjavík", að allir þessi hópar eru mjög framtakssamir í að auglýsa Ísland erlendis. Það er mjög mikilvægt og það hjálpar okkur mikið. Við myndum ekki fara inn á nýja leið ef við hefðum ekki þennan þátt því það er hjálplegt að auglýsa Ísland. Eitt af því sem við vorum að tala um í gær, eftir að hafa séð hluta af þessu fallega landi, og við sáum aðeins smápart af landinu, en það er ótrúlega magnað." Viðtalið við Carolyn í heild sinni þar sem hún ræðir um eins ólíka hluti og Gullfoss og Geysi og áhættustjórnun vegna olíukostnaðar má nú finna hér.
Klinkið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira