Inspired by Iceland lokkaði Easy Jet á klakann Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. apríl 2012 19:08 Carolyn McCall, forstjóri Easy Jet ásamt Steingrími J. Sigfússuni, efnahags- og viðskiptaráðherra, á fundinum á Hótel Borg í morgun. Forstjóri Easy Jet, sem er meðal annars lærður kennari, segir að fólk verði að hugsa ferðalög sín upp á nýtt þegar það ferðist með fyrirtækinu og flestir sem það geri líti ekki um öxl. Hún segir að kynningarherferð stjórnvalda í fyrra hafi skipt sköpum þegar tekin var ákvörðun um að koma til Íslands. Easy Jet hóf áætlunarflug til Íslands í vikunni en fyrirtækið hefur þegar selt fimmtán þúsund farseðla. Fyrirtækið ætlar sér ekki að beita hefðbundinni markaðsetningu hér á landi og ætlar alfarið að reiða sig á samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Forstjórinn Carolyn McCall á sér athyglisverðan bakgrunn, en hún er meðal annars lærður kennari, auk þess að vera með próf í stjórnmála- og sagnfræði. Hún kleif metorðastigann hjá útgáfufyrirtæki breska dagblaðsins Guardian áður og endaði sem forstjóri útgáfunnar og söðlaði síðan um og var ráðinn forstjóri Easy Jet. Vöxtur Easy Jet hefur verið ævintýri líkastur en fyrirtækið er orðið tíunda stærsta flugfélag í heiminum. „Við teljum að við bjóðum upp á snögga þjónustu, frá einum stað til annars, með lágt fargjald og frábæra þjónustu. Það er það sem við gerum í Evrópu. Við teljum að í erfiðara efnahagsástandi standi EasyJet sig mjög vel því fólk verður að endurmeta með hvaða flugfélagi það ferðast og hvaða gæði það fær. Við höfum tekið eftir þessu úti um alla Evrópu. Fólk prófar EasyJet, oft í fyrsta skipti, og þegar það hefur gert það fer það ekki aftur til rótgrónu flugfélaganna," segir Carolyn, en hún er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Það er augljóst að Easy Jet hentar ekki öllum. T.d rukkar félagið sérstaklega fyrir töskur og menn keypt sig fremst í röðina á flugvellinum. En af hverju Ísland? „Ég held að það sé ekki spurning að sú staðreynd að þið hafið ríkisstjórn og („Inspired by Iceland") og „Visit Reykjavík", að allir þessi hópar eru mjög framtakssamir í að auglýsa Ísland erlendis. Það er mjög mikilvægt og það hjálpar okkur mikið. Við myndum ekki fara inn á nýja leið ef við hefðum ekki þennan þátt því það er hjálplegt að auglýsa Ísland. Eitt af því sem við vorum að tala um í gær, eftir að hafa séð hluta af þessu fallega landi, og við sáum aðeins smápart af landinu, en það er ótrúlega magnað." Viðtalið við Carolyn í heild sinni þar sem hún ræðir um eins ólíka hluti og Gullfoss og Geysi og áhættustjórnun vegna olíukostnaðar má nú finna hér. Klinkið Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Forstjóri Easy Jet, sem er meðal annars lærður kennari, segir að fólk verði að hugsa ferðalög sín upp á nýtt þegar það ferðist með fyrirtækinu og flestir sem það geri líti ekki um öxl. Hún segir að kynningarherferð stjórnvalda í fyrra hafi skipt sköpum þegar tekin var ákvörðun um að koma til Íslands. Easy Jet hóf áætlunarflug til Íslands í vikunni en fyrirtækið hefur þegar selt fimmtán þúsund farseðla. Fyrirtækið ætlar sér ekki að beita hefðbundinni markaðsetningu hér á landi og ætlar alfarið að reiða sig á samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Forstjórinn Carolyn McCall á sér athyglisverðan bakgrunn, en hún er meðal annars lærður kennari, auk þess að vera með próf í stjórnmála- og sagnfræði. Hún kleif metorðastigann hjá útgáfufyrirtæki breska dagblaðsins Guardian áður og endaði sem forstjóri útgáfunnar og söðlaði síðan um og var ráðinn forstjóri Easy Jet. Vöxtur Easy Jet hefur verið ævintýri líkastur en fyrirtækið er orðið tíunda stærsta flugfélag í heiminum. „Við teljum að við bjóðum upp á snögga þjónustu, frá einum stað til annars, með lágt fargjald og frábæra þjónustu. Það er það sem við gerum í Evrópu. Við teljum að í erfiðara efnahagsástandi standi EasyJet sig mjög vel því fólk verður að endurmeta með hvaða flugfélagi það ferðast og hvaða gæði það fær. Við höfum tekið eftir þessu úti um alla Evrópu. Fólk prófar EasyJet, oft í fyrsta skipti, og þegar það hefur gert það fer það ekki aftur til rótgrónu flugfélaganna," segir Carolyn, en hún er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Það er augljóst að Easy Jet hentar ekki öllum. T.d rukkar félagið sérstaklega fyrir töskur og menn keypt sig fremst í röðina á flugvellinum. En af hverju Ísland? „Ég held að það sé ekki spurning að sú staðreynd að þið hafið ríkisstjórn og („Inspired by Iceland") og „Visit Reykjavík", að allir þessi hópar eru mjög framtakssamir í að auglýsa Ísland erlendis. Það er mjög mikilvægt og það hjálpar okkur mikið. Við myndum ekki fara inn á nýja leið ef við hefðum ekki þennan þátt því það er hjálplegt að auglýsa Ísland. Eitt af því sem við vorum að tala um í gær, eftir að hafa séð hluta af þessu fallega landi, og við sáum aðeins smápart af landinu, en það er ótrúlega magnað." Viðtalið við Carolyn í heild sinni þar sem hún ræðir um eins ólíka hluti og Gullfoss og Geysi og áhættustjórnun vegna olíukostnaðar má nú finna hér.
Klinkið Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira