Kobayashi mun hafa áhrif á toppbaráttuna Birgir Þór Harðarson skrifar 14. apríl 2012 23:00 Button segist eiga fína möguleika í kappakstrinum á morgun. Erfiðast verði þó að skáka Kamui Kobayashi á Sauber bíl. ap Jenson Button, ökuþór McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Kamui Kobayashi á Sauber muni hafa áhrif á framvindu kappakstursins í Kína á morgun. Kobayashi mun ræsa þriðji í kappakstrinum. Hraði Kobayashi á æfingum hefur valdið toppliðunum áhyggjum um að hann gæti orðið stór þáttur í toppbaráttunni í kappakstrinum á morgun. Hraði Kobayashi yfir langar vegalengdir er nægilega góður svo hann geti haldið stöðu sinni í brautinni og gott betur en það. Jenson Button ræsir fimmti þrátt fyrir að hafa náð aðeins sjötta besta tíma um brautina í Shanghai í morgun. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Lewis Hamilton, fékk fimm sæta refsingu í vikunni vegna þess að liðið þurfti að skipta um gírkassa í bíl hans. Hamilton náði öðrum besta tíma í tímatökunum en ræsir sjöundi.Kobayashi mun verða efstu mönnum til vandræða rétt eins og liðsfélagi hans Sergio Perez var í Malasíu fyrir þremur vikum.ap"Það er ekki auðvelt að ræsa þaðan sem ég er," sagði Button í Kína í dag. "Við erum þó fljótari en allir þeir sem eru fyrir framan okkur. Kobayashi er samt sem áður undantekning. Sauber bíllinn er fljótur yfir langar vegalengdir og það verður flókið að skáka hann." Button gerir ráð fyrir að Mercedes bílarnir tveir muni fljótlega falla aftur í toppbaráttunni í keppninni á morgun. Mercedes bílar Rosberg og Schumacher ræsa fremstir en hafa farið illa með dekkin í fyrstu tveimur mótum ársins. Liðið hefur aðeins náð einu stigi í heimsmeistarakeppninni. "Þetta er algerlega breytt uppröðun á ráslínunni frá því sem við höfum séð hingað til í ár," sagði Button ennfremur. "Þetta verða því spennandi fyrstu hringir á morgun." Formúla Tengdar fréttir Rosberg langfljótastur í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. 14. apríl 2012 07:23 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Jenson Button, ökuþór McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Kamui Kobayashi á Sauber muni hafa áhrif á framvindu kappakstursins í Kína á morgun. Kobayashi mun ræsa þriðji í kappakstrinum. Hraði Kobayashi á æfingum hefur valdið toppliðunum áhyggjum um að hann gæti orðið stór þáttur í toppbaráttunni í kappakstrinum á morgun. Hraði Kobayashi yfir langar vegalengdir er nægilega góður svo hann geti haldið stöðu sinni í brautinni og gott betur en það. Jenson Button ræsir fimmti þrátt fyrir að hafa náð aðeins sjötta besta tíma um brautina í Shanghai í morgun. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Lewis Hamilton, fékk fimm sæta refsingu í vikunni vegna þess að liðið þurfti að skipta um gírkassa í bíl hans. Hamilton náði öðrum besta tíma í tímatökunum en ræsir sjöundi.Kobayashi mun verða efstu mönnum til vandræða rétt eins og liðsfélagi hans Sergio Perez var í Malasíu fyrir þremur vikum.ap"Það er ekki auðvelt að ræsa þaðan sem ég er," sagði Button í Kína í dag. "Við erum þó fljótari en allir þeir sem eru fyrir framan okkur. Kobayashi er samt sem áður undantekning. Sauber bíllinn er fljótur yfir langar vegalengdir og það verður flókið að skáka hann." Button gerir ráð fyrir að Mercedes bílarnir tveir muni fljótlega falla aftur í toppbaráttunni í keppninni á morgun. Mercedes bílar Rosberg og Schumacher ræsa fremstir en hafa farið illa með dekkin í fyrstu tveimur mótum ársins. Liðið hefur aðeins náð einu stigi í heimsmeistarakeppninni. "Þetta er algerlega breytt uppröðun á ráslínunni frá því sem við höfum séð hingað til í ár," sagði Button ennfremur. "Þetta verða því spennandi fyrstu hringir á morgun."
Formúla Tengdar fréttir Rosberg langfljótastur í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. 14. apríl 2012 07:23 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Rosberg langfljótastur í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. 14. apríl 2012 07:23