Óvissa magnast um mótið í Barein vegna pólitískrar ólgu Birgir Þór Harðarson skrifar 10. apríl 2012 21:15 "Hættið að keppa í blóði okkar" er krotað á vegg í Barein og F1 merkinu afskræmt til að mynda byssu. nordicphotos/afp Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt að hann og mótshaldarar geti ekki þvingað liðin til að mæta og keppa í Barein þann 22. apríl næstkomandi. Óvissa um mótið í Barein hefur magnast eftir því sem nær dregur mótsdegi. Enn fleiri raddir kalla nú eftir frestun mótsins í ár. Stjórnvöldum í landinu hefur ekki tekist að kveða niður mótmælin í landinu sem nú hafa staðið í nær eitt og hálft ár. "Ef liðin vilja ekki fara, þá getum við ekki þvingað þau." Sagði Ecclestone. Víst er að umræðan um Barein kappaksturinn mun heltaka keppnishelgina í Kína um næstu helgi. Aðeins stjórnvöld í Barein eða FIA, alþjóðakappaksturssambandið, geta frestað eða aflýst mótinu. Í fyrra var Formúlu 1 kappakstrinum í Barein frestað og að lokum aflýst vegna óeirða í landinu. Var það gert til að hlífa keppnisliðum og erlendum gestum vegna hættu um að mótmælendur myndu nýta sér athygli alheimsins á Formúlu 1. Almenningur í landinu er gríðarlega ósátt með stjórnarfarið þar og hefur kallað eftir meira lýðræði sem konungsstjórnin hefur ekki enn veitt. Mótmælin standa enn og nú síðast á mánudag sprakk sprengja í höfuðborginni Manama í smáríkinu við Persaflóa, aðeins nokkrum kílómetrum frá kappakstursbrautinni. Yfirvöld í Barein hafa sagt að öll mótmæli sem hafa áhrif á Formúlu 1 kappaksturinn muni vera kveðin niður með valdi. "Friðsæl mótmæli verða leyfð," segir John Yates, breskur starfsmaður innanríkisráðuneytisins í Barein. "En við getum ekki leyft vegatálma sem takmarkar umferð að kappakstursbrautinni." "Ef einhver kemst inn á brautina, hversu heimskulegt sem það kann að hljóma, mun það stefna honum, ökumönnunum og jafnvel áhorfendum í bráða hættu. Við getum ekki leyft það." Mótshaldarar í Barein vilja endilega að mótið fari fram og saka "sófaspekinga" og "hræðsluáróður" um að sýkja orðspor keppninnar og heilindi mótshaldara. "Þeir sem halda að hér sé ekki hægt að keppa hafa einfaldlega ekki kannað stöðuna nægilega vel," sagði Zayed Al Zayani, yfirmaður Barein kappakstursins. "Þeir eyðileggja fyrir hlutlausum aðilum sem hafa sjálfir kannað stöðuna." Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt að hann og mótshaldarar geti ekki þvingað liðin til að mæta og keppa í Barein þann 22. apríl næstkomandi. Óvissa um mótið í Barein hefur magnast eftir því sem nær dregur mótsdegi. Enn fleiri raddir kalla nú eftir frestun mótsins í ár. Stjórnvöldum í landinu hefur ekki tekist að kveða niður mótmælin í landinu sem nú hafa staðið í nær eitt og hálft ár. "Ef liðin vilja ekki fara, þá getum við ekki þvingað þau." Sagði Ecclestone. Víst er að umræðan um Barein kappaksturinn mun heltaka keppnishelgina í Kína um næstu helgi. Aðeins stjórnvöld í Barein eða FIA, alþjóðakappaksturssambandið, geta frestað eða aflýst mótinu. Í fyrra var Formúlu 1 kappakstrinum í Barein frestað og að lokum aflýst vegna óeirða í landinu. Var það gert til að hlífa keppnisliðum og erlendum gestum vegna hættu um að mótmælendur myndu nýta sér athygli alheimsins á Formúlu 1. Almenningur í landinu er gríðarlega ósátt með stjórnarfarið þar og hefur kallað eftir meira lýðræði sem konungsstjórnin hefur ekki enn veitt. Mótmælin standa enn og nú síðast á mánudag sprakk sprengja í höfuðborginni Manama í smáríkinu við Persaflóa, aðeins nokkrum kílómetrum frá kappakstursbrautinni. Yfirvöld í Barein hafa sagt að öll mótmæli sem hafa áhrif á Formúlu 1 kappaksturinn muni vera kveðin niður með valdi. "Friðsæl mótmæli verða leyfð," segir John Yates, breskur starfsmaður innanríkisráðuneytisins í Barein. "En við getum ekki leyft vegatálma sem takmarkar umferð að kappakstursbrautinni." "Ef einhver kemst inn á brautina, hversu heimskulegt sem það kann að hljóma, mun það stefna honum, ökumönnunum og jafnvel áhorfendum í bráða hættu. Við getum ekki leyft það." Mótshaldarar í Barein vilja endilega að mótið fari fram og saka "sófaspekinga" og "hræðsluáróður" um að sýkja orðspor keppninnar og heilindi mótshaldara. "Þeir sem halda að hér sé ekki hægt að keppa hafa einfaldlega ekki kannað stöðuna nægilega vel," sagði Zayed Al Zayani, yfirmaður Barein kappakstursins. "Þeir eyðileggja fyrir hlutlausum aðilum sem hafa sjálfir kannað stöðuna."
Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira