142 lið eru skráð til leiks á Trölla 2012, Öldungamót Blaksambands Íslands, sem fram fer á Ólafsfirði, Siglufirði og Dalvík um helgina.
Mótið hófst í morgun klukkan átta og verður leikið á níu völlum samtímis fram á miðjan dag á mánudag. Að sögn Blaksambandsins eru keppendur í kringum 1200 á mótinu.
Óvíst er hvar Öldungamótið á næsta ári fer fram. Bæði HK og KA hafa sótt um að halda mótið en stærðar mótsins vegna er fæstum íþróttafélögum fært að halda það.
Nánar um mótið á heimasíðu Blaksambandsins.

