Lögregluyfirvöld í Portúgal neita að endurvekja rannsókn á hvarfi Madeleine McCann. Lundúnalögreglan, Scotland Yard, sagði í gær að nýjar vísbendingar hefðu uppgötvast í málinu og að Maddie gæti mögulega verið á lífi.
Þá birti Scotland Yard einnig mynd sem sýnir hvernig Maddie myndi líta út í dag, fimm árum eftir að hún hvarf í Portúgal. Stuttu seinna sögðu foreldrar Madeleine að þessi þróun mála væri afar jákvæð og vonuðust þau til að rannsókn á barnsráninu yrði haldið áfram.
Samkvæmt Scotland Yard hafa rúmlega 200 nýjar vísbendingar uppgötvast eftir að rannsóknargögn voru yfirfarin.
En lögreglan í Portúgal segir að vísbendingarnar séu hreint ekki nýjar og að áframhaldandi rannsókn myndi ekki skila árangri.
Lögreglan í Portúgal neitar að endurvekja rannsókn
