Schumacher segist ekki geta sýnt hvað í honum býr Birgir Þór Harðarson skrifar 23. apríl 2012 19:45 Schumacher er ekki ánægður með hversu stóran þátt dekkin spila í Formúlu 1 í ár. nordicphotos/afp Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu segist ekki geta ekið bíl sínum og fengið allt úr honum sem hann hefur að bjóða vegna þess að hann þurfi alltaf að passa upp á að slíta dekkjunum ekki of hratt. "Það sem ég er aðallega óánægður með er hvernig allir eru að aka vel innan þeirra takmarkana sem bílarnir - og ökumennirnir - hafa vegna þess að þeir þurfa að hugsa um dekkin allan tímann," sagði heimsmeistarinn sjöfaldi við BBC í gær. "Ég set spurningamerki við það hvort dekkin þurfi að spila svo stóra rullu og hvort þau eigi ekki að endast aðeins lengur svo maður geti ekið á venjulegum keppnishraða. Við erum bara á rúntinum eins og öryggisbíllinn sé alltaf á brautinni." "Ég er bara ekki ánægður með þessa stöðu. Ef það væri bara einn bíll með þetta vandamál væri þetta ekki mikið mál. En af því að flestir þurfa að huga að þessu finnst mér þetta ekki rétt nálgun á dekkin," sagði Schumacher. Paul Hembrey, yfirmaður mótorsportdeildar Pirelli, sagðist vera hissa á þessari gagnrýni Schumachers, sérstaklega því heimsmeistarinn var mjög ánægður með dekkin á undirbúningstímabilinu. Mercedes-bíllinn fór mjög illa með dekkin í fyrstu tveimur kappökstrum tímabilsins en liðið hélt að vandamálið væri úr sögunni eftir kínverska kappaksturinn. Í Barein spilaði hitastigið gríðarlegan þátt í dekkjaslitinu og vandamál Mercedes-liðsins fóru að gera vart við sig á ný. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu segist ekki geta ekið bíl sínum og fengið allt úr honum sem hann hefur að bjóða vegna þess að hann þurfi alltaf að passa upp á að slíta dekkjunum ekki of hratt. "Það sem ég er aðallega óánægður með er hvernig allir eru að aka vel innan þeirra takmarkana sem bílarnir - og ökumennirnir - hafa vegna þess að þeir þurfa að hugsa um dekkin allan tímann," sagði heimsmeistarinn sjöfaldi við BBC í gær. "Ég set spurningamerki við það hvort dekkin þurfi að spila svo stóra rullu og hvort þau eigi ekki að endast aðeins lengur svo maður geti ekið á venjulegum keppnishraða. Við erum bara á rúntinum eins og öryggisbíllinn sé alltaf á brautinni." "Ég er bara ekki ánægður með þessa stöðu. Ef það væri bara einn bíll með þetta vandamál væri þetta ekki mikið mál. En af því að flestir þurfa að huga að þessu finnst mér þetta ekki rétt nálgun á dekkin," sagði Schumacher. Paul Hembrey, yfirmaður mótorsportdeildar Pirelli, sagðist vera hissa á þessari gagnrýni Schumachers, sérstaklega því heimsmeistarinn var mjög ánægður með dekkin á undirbúningstímabilinu. Mercedes-bíllinn fór mjög illa með dekkin í fyrstu tveimur kappökstrum tímabilsins en liðið hélt að vandamálið væri úr sögunni eftir kínverska kappaksturinn. Í Barein spilaði hitastigið gríðarlegan þátt í dekkjaslitinu og vandamál Mercedes-liðsins fóru að gera vart við sig á ný.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira