Ferrari hafa fundið lausn á vandamálum sínum Birgir Þór Harðarson skrifar 3. maí 2012 22:00 Alonso er ánægður með breytingarnar sem liðið notaði á Ítalíu í morgun. nordicphotos/afp Ferrari-liðið ók endurhönnuðum bíl sínum á æfingum á Mugello brautinni á Ítalíu í dag. Sagt er að endurhönnunin muni færa liðinu um það bil 0,2 sekúntur hvern hring og jafnvel meira. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Ferrari, sagðist vera ánægður með breytingarnar sem eru aðallega á afturenda bílssins. Nú er afturendinn mun betur "pakkaður saman" en í fyrstu mótum ársins. Það hefur áhrif á loftflæði bílsins sem skilar betri rásfestu og einnig hafa útblástursrörin verið færð. Það má einnig vera að í nýjum afturenda leynist nýjar lausnir á bæði fjöðrun bílsins og drifi. Gary Anderson, sérlegur tækniráðgjafi BBC Sport og fyrrum tæknistjóri Jordan, Stewart og Jaguar-liðanna, segir bílinn líta út fyrir að vera venjulegri en áður. Ferrari lenti í vandræðum með róttæka hönnun bílsins á undirbúningstímabilinu í vetur. "Ný hönnun Ferrari-bílsins er skref í rétta átt." Keppnisliðin æfa nú á Ítalíu. Alonso átti besta tíma á þriðjudag en Roman Grosjean hjá Lotus hefur verið fljótastur í gær og í dag. Næst keppa liðin í Barcelona á Spáni þann 13. maí. Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ferrari-liðið ók endurhönnuðum bíl sínum á æfingum á Mugello brautinni á Ítalíu í dag. Sagt er að endurhönnunin muni færa liðinu um það bil 0,2 sekúntur hvern hring og jafnvel meira. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Ferrari, sagðist vera ánægður með breytingarnar sem eru aðallega á afturenda bílssins. Nú er afturendinn mun betur "pakkaður saman" en í fyrstu mótum ársins. Það hefur áhrif á loftflæði bílsins sem skilar betri rásfestu og einnig hafa útblástursrörin verið færð. Það má einnig vera að í nýjum afturenda leynist nýjar lausnir á bæði fjöðrun bílsins og drifi. Gary Anderson, sérlegur tækniráðgjafi BBC Sport og fyrrum tæknistjóri Jordan, Stewart og Jaguar-liðanna, segir bílinn líta út fyrir að vera venjulegri en áður. Ferrari lenti í vandræðum með róttæka hönnun bílsins á undirbúningstímabilinu í vetur. "Ný hönnun Ferrari-bílsins er skref í rétta átt." Keppnisliðin æfa nú á Ítalíu. Alonso átti besta tíma á þriðjudag en Roman Grosjean hjá Lotus hefur verið fljótastur í gær og í dag. Næst keppa liðin í Barcelona á Spáni þann 13. maí.
Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira