Þrír sigrar á Norðurlandamóti yngri landsliða í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2012 22:12 Bríet Sif Hinriksdóttir í leik með U-16 liði kvenna í dag. Mynd/KKÍ.is Yngri landslið Íslands í körfubolta stóðu í ströngu á Norðurlandamótinu í körfubolta í Svíþjóð í dag. Ísland sendi alls fjögur lið til keppni - U16 og U18 í karla- og kvennaflokki. Í gær spiluðu U18-liðin fyrstu leiki sína en öll liðin spiluðu í dag, þar af U16-liðin tvívegis hvort. U18-lið karla vann í dag glæsilegan sigur á Svíum í framlengdum leik, 87-76, en strákarnir unnu stórsigur á Dönum í gær. Það er því nú þegar ljóst að Ísland mun spila til verðlauna í þessum aldursflokki en liðið mætir Noregi í fyrramálið. Í U18-flokki kvenna töpuðu stelpurnar fyrir Svíþjóð í dag, 89-56. Þær töpuðu fyrsta leik sínum í gær, fyrir Finnum 76-54. U16-lið Íslands í karlaflokki tapaði báðum sínum leikjum í dag. Fyrst gegn Noregi, 96-88, og svo gegn Finnum, 98-90. Báðir leikirnir voru jafnir og spennandi og því niðurstaðan svekkjandi fyrir strákana. Stelpurnar í U16-landsliði Íslands fara hins vegar mjög vel af stað í sínum riðli og unnu báða sína leiki í dag. Fyrst fóru þar illa með Norðmenn og héldu andstæðingum sínum undir 30 stigum í leiknum. Þær byrjuðu svo vel gegn Dönum sem þó gáfust ekki upp og hleyptu spennu í leikinn undir lokin. Íslensku stelpurnar stóðu þó áhlaupið af sér og unnu fjögurra stiga sigur, 71-67. U16-lið kvenna hefur því tryggt sér rétt til að spila til verðlauna á mótinu, rétt eins og U-18 lið karla. Nánari umfjöllun má finna á heimasíðu KKÍ.Úrslit dagsins:U-16 kk: Ísland - Noregur 88-96 Ísland - Finnland 90-98U-16 kvk: Ísland - Noregur 62-29 Ísland - Danmörk 71-67U-18 kk: Ísland - Svíþjóð 87-76 (frml)U-18 kvk: Ísland - Svíþjóð 56-89 Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Yngri landslið Íslands í körfubolta stóðu í ströngu á Norðurlandamótinu í körfubolta í Svíþjóð í dag. Ísland sendi alls fjögur lið til keppni - U16 og U18 í karla- og kvennaflokki. Í gær spiluðu U18-liðin fyrstu leiki sína en öll liðin spiluðu í dag, þar af U16-liðin tvívegis hvort. U18-lið karla vann í dag glæsilegan sigur á Svíum í framlengdum leik, 87-76, en strákarnir unnu stórsigur á Dönum í gær. Það er því nú þegar ljóst að Ísland mun spila til verðlauna í þessum aldursflokki en liðið mætir Noregi í fyrramálið. Í U18-flokki kvenna töpuðu stelpurnar fyrir Svíþjóð í dag, 89-56. Þær töpuðu fyrsta leik sínum í gær, fyrir Finnum 76-54. U16-lið Íslands í karlaflokki tapaði báðum sínum leikjum í dag. Fyrst gegn Noregi, 96-88, og svo gegn Finnum, 98-90. Báðir leikirnir voru jafnir og spennandi og því niðurstaðan svekkjandi fyrir strákana. Stelpurnar í U16-landsliði Íslands fara hins vegar mjög vel af stað í sínum riðli og unnu báða sína leiki í dag. Fyrst fóru þar illa með Norðmenn og héldu andstæðingum sínum undir 30 stigum í leiknum. Þær byrjuðu svo vel gegn Dönum sem þó gáfust ekki upp og hleyptu spennu í leikinn undir lokin. Íslensku stelpurnar stóðu þó áhlaupið af sér og unnu fjögurra stiga sigur, 71-67. U16-lið kvenna hefur því tryggt sér rétt til að spila til verðlauna á mótinu, rétt eins og U-18 lið karla. Nánari umfjöllun má finna á heimasíðu KKÍ.Úrslit dagsins:U-16 kk: Ísland - Noregur 88-96 Ísland - Finnland 90-98U-16 kvk: Ísland - Noregur 62-29 Ísland - Danmörk 71-67U-18 kk: Ísland - Svíþjóð 87-76 (frml)U-18 kvk: Ísland - Svíþjóð 56-89
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira