Fær ekki að útbúa veiðitjörn í fólkvangi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. maí 2012 15:44 Silungur er frábær veiðifiskur og herramannsmatur. Mynd/Garðar Ekki fæst leyfi fyrir því að sleppa regnbogasilungi í Stórhólstjörn í Dalvíkurbyggð og selja íbúum í sveitarfélaginu veiðileyfi þar. Í synjun umhverfisráðs Dalvíkur segir að umsókn Júlíusar Magnússonar um aðgang og afnot af Stórhólstjörn sé óljós og uppfylli auk þess ekki ákvæði samþykktar um fólkvang í Böggvisstaðafjalli. Auk þess sem Júlíus hugðist selja silungsveiðileyfi í tjörninni ætlaði hann að vera með aðstöðu á svæðinu þannig að til dæmis væri hægt að bjóða upp á hressingu, veiðistangir og annað sem tengist veiðiskap. Í afgreiðslu umhverfisráðs er undirstrikað að Stórhólstjörn sé innan fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli. Í samþykktum um hann segir varðandi landnotkun og mannvirkjagerð: "Allar framkvæmdir innan fólkvangsins eru háðar leyfi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar, sbr. 38. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun, en svæðið skal skipulagt til almennrar útivistar." Stangveiði Mest lesið Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 54 laxar úr síðasta holli í Víðidalsá Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði
Ekki fæst leyfi fyrir því að sleppa regnbogasilungi í Stórhólstjörn í Dalvíkurbyggð og selja íbúum í sveitarfélaginu veiðileyfi þar. Í synjun umhverfisráðs Dalvíkur segir að umsókn Júlíusar Magnússonar um aðgang og afnot af Stórhólstjörn sé óljós og uppfylli auk þess ekki ákvæði samþykktar um fólkvang í Böggvisstaðafjalli. Auk þess sem Júlíus hugðist selja silungsveiðileyfi í tjörninni ætlaði hann að vera með aðstöðu á svæðinu þannig að til dæmis væri hægt að bjóða upp á hressingu, veiðistangir og annað sem tengist veiðiskap. Í afgreiðslu umhverfisráðs er undirstrikað að Stórhólstjörn sé innan fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli. Í samþykktum um hann segir varðandi landnotkun og mannvirkjagerð: "Allar framkvæmdir innan fólkvangsins eru háðar leyfi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar, sbr. 38. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun, en svæðið skal skipulagt til almennrar útivistar."
Stangveiði Mest lesið Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 54 laxar úr síðasta holli í Víðidalsá Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði