Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2023 11:53 Vífilstaðvatn er oft vel gjöfult enda er vatnið bleikjunni oft mjög hagstætt þrátt fyrir að vera frekar lítið og grunnt. Ef það vorar þokkalega með sólríkum og hlýjum dögum fer klakið oft hressilega vel í gang og þá er oft fín veiði í vatninu en það er kúnst að fá þessar bleikjur til að taka. Bæði getur hún verið einstaklega vandlát á hvað hún er að taka og svo á hún til með að sýna sig um allt vatn hluta úr degi með vök út um allt, en er svo horfin stuttu síðar. Síðustu dagar hafa verið ágætir í vatninu hjá þeim sem þekkja lífríki þess vel og vita hvað á að setja undir. Þeir sem hafa verið á réttum tíma og auðvitað á réttum stað með rétta agnið hafa flestir eftir því sem við heyrum verið að týna upp tvær til þrjár bleikjur eftir nokkra tíma. Það telst fín veiði í þessu vatni en það er nóg af bleikju í því þó svo að margir haldi því fram að henni sé fækkandi. Reynslan sker yfirleitt best út um það hverjir eru í fiski og hverjir ekki. Eins og með mörg vötn þarf að þekkja vatnið og hegðun fiskins vel til að ná árangri og það' er ekkert sem skilar meiri árangri en góð ástundun og skoðun á lífríkinu. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði
Ef það vorar þokkalega með sólríkum og hlýjum dögum fer klakið oft hressilega vel í gang og þá er oft fín veiði í vatninu en það er kúnst að fá þessar bleikjur til að taka. Bæði getur hún verið einstaklega vandlát á hvað hún er að taka og svo á hún til með að sýna sig um allt vatn hluta úr degi með vök út um allt, en er svo horfin stuttu síðar. Síðustu dagar hafa verið ágætir í vatninu hjá þeim sem þekkja lífríki þess vel og vita hvað á að setja undir. Þeir sem hafa verið á réttum tíma og auðvitað á réttum stað með rétta agnið hafa flestir eftir því sem við heyrum verið að týna upp tvær til þrjár bleikjur eftir nokkra tíma. Það telst fín veiði í þessu vatni en það er nóg af bleikju í því þó svo að margir haldi því fram að henni sé fækkandi. Reynslan sker yfirleitt best út um það hverjir eru í fiski og hverjir ekki. Eins og með mörg vötn þarf að þekkja vatnið og hegðun fiskins vel til að ná árangri og það' er ekkert sem skilar meiri árangri en góð ástundun og skoðun á lífríkinu.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði