Maldonado vinnur stórkoslegan spænskan kappakstur Birgir Þór Harðarson skrifar 13. maí 2012 14:05 Alonso komst snemma framhjá Maldonado í kappakstrinum. nordicphotos/afp Spánverjinn Fernando Alonso kunni engin brögð til að koma í veg fyrir að Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado vann sinn fyrsta kappakstur á Formúlu 1 ferlinum. Þetta er einnig í fyrsta sinn síðan 2004 sem Williams vinnur kappakstur. Það gerði hann að fyrsta Venúsúelabúanum sem sigrar í Formúlu 1 þegar hann lauk spænska kappakstrinum í Barcelona í dag. Alonso varð annar á heimavelli og Kimi Raikkönen var ótrúlega nálægt í þriðja sæti á Lotus-bíl sínum. Keppnin var spennandi allan tíman. Alonso komst fram úr Maldonado í ræsingunni og hélt fyrsta sæti fram að fyrstu viðgerðahléum. Keppnin var gríðarlega taktísk og reiddu liðin sig mikið á dekkjaval og viðgerðahlé. Romain Grosjean á Lotus var fjórði og Kamui Kobayashi á Sauber-bíl fimmti. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð sjötti á Red Bull eftir að hafa skotið sér fram úr Nico Rosberg á Mercedes í síðasta hring. Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren voru næstir á undan Nico Hulkenberg sem krækti í síðasta stigið. Í ár hafa fimm mismunandi ökuþórar sigrað fyrstu fimm mótin í fimm mismunandi ökutækjum. Heimsmeistarakeppnin er einnig jöfn. Vettel og Alonso eru jafnir með 61 stig í fyrsta sæti. Hamilton, Raikkönen, Webber og Button eru alls ekki langt undan. Formúla Tengdar fréttir Button og Alonso fljótastir á æfingum Þeir Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren voru fljótastir á æfingum dagsins. Keppt er í Barcelona á Spáni um helgina. 11. maí 2012 22:15 Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. 12. maí 2012 13:20 Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. 9. maí 2012 23:00 Hamilton dæmdur úr leik á Spáni Tímataka Lewis Hamilton hefur verið dæmd ógild af dómurum í spænska kappakstrinum því Hamilton gat ekki ekið bilnum inn í skúr. Pastor Maldonado ræsir því fremstur í kappakstrinum á morgun. 12. maí 2012 18:20 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso kunni engin brögð til að koma í veg fyrir að Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado vann sinn fyrsta kappakstur á Formúlu 1 ferlinum. Þetta er einnig í fyrsta sinn síðan 2004 sem Williams vinnur kappakstur. Það gerði hann að fyrsta Venúsúelabúanum sem sigrar í Formúlu 1 þegar hann lauk spænska kappakstrinum í Barcelona í dag. Alonso varð annar á heimavelli og Kimi Raikkönen var ótrúlega nálægt í þriðja sæti á Lotus-bíl sínum. Keppnin var spennandi allan tíman. Alonso komst fram úr Maldonado í ræsingunni og hélt fyrsta sæti fram að fyrstu viðgerðahléum. Keppnin var gríðarlega taktísk og reiddu liðin sig mikið á dekkjaval og viðgerðahlé. Romain Grosjean á Lotus var fjórði og Kamui Kobayashi á Sauber-bíl fimmti. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð sjötti á Red Bull eftir að hafa skotið sér fram úr Nico Rosberg á Mercedes í síðasta hring. Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren voru næstir á undan Nico Hulkenberg sem krækti í síðasta stigið. Í ár hafa fimm mismunandi ökuþórar sigrað fyrstu fimm mótin í fimm mismunandi ökutækjum. Heimsmeistarakeppnin er einnig jöfn. Vettel og Alonso eru jafnir með 61 stig í fyrsta sæti. Hamilton, Raikkönen, Webber og Button eru alls ekki langt undan.
Formúla Tengdar fréttir Button og Alonso fljótastir á æfingum Þeir Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren voru fljótastir á æfingum dagsins. Keppt er í Barcelona á Spáni um helgina. 11. maí 2012 22:15 Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. 12. maí 2012 13:20 Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. 9. maí 2012 23:00 Hamilton dæmdur úr leik á Spáni Tímataka Lewis Hamilton hefur verið dæmd ógild af dómurum í spænska kappakstrinum því Hamilton gat ekki ekið bilnum inn í skúr. Pastor Maldonado ræsir því fremstur í kappakstrinum á morgun. 12. maí 2012 18:20 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Button og Alonso fljótastir á æfingum Þeir Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren voru fljótastir á æfingum dagsins. Keppt er í Barcelona á Spáni um helgina. 11. maí 2012 22:15
Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. 12. maí 2012 13:20
Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. 9. maí 2012 23:00
Hamilton dæmdur úr leik á Spáni Tímataka Lewis Hamilton hefur verið dæmd ógild af dómurum í spænska kappakstrinum því Hamilton gat ekki ekið bilnum inn í skúr. Pastor Maldonado ræsir því fremstur í kappakstrinum á morgun. 12. maí 2012 18:20