60% af stórlaxinum var sleppt síðasta sumar Svavar Hávarðsson skrifar 11. maí 2012 22:27 Þessum 70 sentímetra laxi, sem veiddist á Ferjukotseyrum síðasta sumar, var ekki sleppt. Trausti Eins og Veiðivísir sagði frá á dögunum er æði misjafnt eftirlöndum hversu miklu af stangveiddum laxi er sleppt aftur í árnar. Hæst er hlutfallið í Bandaríkjunum, þar sem veiði er á annað borð leyfð, í Kanada og ekki síst í Rússlandi, þar sem 80 til 85% af laxi er sleppt. Norðmenn hafa ekki að neinu marki tekið upp þessa aðferð við veiðiskap, og erfitt að merkja hvað veldur því. Hins vegar er það svo að menn deilir á um ágæti þessarar aðferðar, en ekki verður það tekið fyrir hér. Þegar tölfræðin er skoðuð nánar kemur í ljós að 60% af tveggja ára laxi var sleppt sumarið 2011; 30% af eins árs laxi. Af heildarveiðinni var 39% sleppt aftur í árnar. Veiðimálastofnun hvatti til þess í fyrrasumar að stórlaxi væri sleppt og svo virðist sem veiðimenn hafi tekið tillit til þess. Veiðimálastofnun brýnir menn áfram til þess að gefa tveggja ára laxinum líf, en það er mikilvægt núna í upphafi vertíðar að hnykkja á því sem hafa ber hugfast þegar fiski er sleppt aftur. Hér eru leiðbeiningar Veiðimálastofnunar um hvernig er hægt að bera sig að. Hér er tafla sem gott er að hafa hjá sér til að meta stærð laxa sem sleppt hefur verið út frá lengd. Stangveiði Mest lesið Talið niður í gæsaveiðina Veiði Stefnir í eitt besta sumarið í Langá Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði
Eins og Veiðivísir sagði frá á dögunum er æði misjafnt eftirlöndum hversu miklu af stangveiddum laxi er sleppt aftur í árnar. Hæst er hlutfallið í Bandaríkjunum, þar sem veiði er á annað borð leyfð, í Kanada og ekki síst í Rússlandi, þar sem 80 til 85% af laxi er sleppt. Norðmenn hafa ekki að neinu marki tekið upp þessa aðferð við veiðiskap, og erfitt að merkja hvað veldur því. Hins vegar er það svo að menn deilir á um ágæti þessarar aðferðar, en ekki verður það tekið fyrir hér. Þegar tölfræðin er skoðuð nánar kemur í ljós að 60% af tveggja ára laxi var sleppt sumarið 2011; 30% af eins árs laxi. Af heildarveiðinni var 39% sleppt aftur í árnar. Veiðimálastofnun hvatti til þess í fyrrasumar að stórlaxi væri sleppt og svo virðist sem veiðimenn hafi tekið tillit til þess. Veiðimálastofnun brýnir menn áfram til þess að gefa tveggja ára laxinum líf, en það er mikilvægt núna í upphafi vertíðar að hnykkja á því sem hafa ber hugfast þegar fiski er sleppt aftur. Hér eru leiðbeiningar Veiðimálastofnunar um hvernig er hægt að bera sig að. Hér er tafla sem gott er að hafa hjá sér til að meta stærð laxa sem sleppt hefur verið út frá lengd.
Stangveiði Mest lesið Talið niður í gæsaveiðina Veiði Stefnir í eitt besta sumarið í Langá Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði