Skotinn Colin Montgomerie mun ekki taka þátt á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Hann gerði samt sitt besta til þess að komast á mótið og meðal annars gerði sér far eina 1.500 kílómetra eftir pútter. Það gekk ekki.
Montgomerie var að spila á BMW-mótinu sem er 36 holu úrtökumót. Hann keyrði alla leið heim til sín eftir fyrri 18 holurnar og náði í pútter.
"Það gerir enginn eðlilegur maður svona," sagði Monty léttur eftir mótið.
"Ég lagði í hann klukkan 14. Var kominn heim klukkan 20, fékk mér te með fjölskyldunni og lagðí í hann klukkan 23 til baka. Var svo kominn klukkan 6 um morguninn."
Monty fór fyrri hringinn á 68 höggum en nýi pútterinn skilaði litlu þar sem hann kom þá í hús á 72 höggum. Lítill svefn gæti reyndar spilað þar inn í.
Keyrði 1.500 kílómetra eftir pútter
