Donald efstur á heimslistanum | 120 milljónir kr. fyrir sigurinn 28. maí 2012 12:15 Luke Donald fagnar sigrinum með eiginkonu sinni Diane og dætrum þeirra Elle og Sophia Ann. Getty Images / Nordic Photos Enski kylfingurinn Luke Donald sigraði á BMW meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Með sigrinum náði Donald efsta sæti heimslistans á ný og hann fékk um 120 milljónir kr. fyrir sigurinn í verðlaunafé. Donald á enn eftir að landa sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara árlega og hann ætlar sér að brjóta ísinn sem allra, allra fyrst. Donald sigraði með fjögurra högga mun en hann lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari. „Ég vil sigra á stórmótum, í hvert sinn sem ég sigra á atvinnumóti segi ég við sjálfan mig að ég sé að færast nær því markmiði. Sjálfstraustið eykst og mér finnst ég vera á réttri leið," sagði Donald eftir sigurinn í gær. Hann hefur 18 daga til þess að undirbúa sig fyrir næsta risamót er Opna bandaríska meistaramótið sem fram fer á Olympic Club vellinum rétt við borgina San Francisco. Justin Rose frá Englandi og Skotinn Paul Lawrie deildu öðru sætinu á 11 höggum undir pari. Lawrie hefur hægt og bítandi klifrað upp heimslistann á s.l. tveimur árum. Hann sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 1999 en frá þeim tíma hefur hann ekki náð sér á strik. Hann var í 200. sæti heimslistans fyrir 18 mánuðum en í dag er hann í því 30. og á góða möguleika á að komast í Ryderlið Evrópu í haust. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald sigraði á BMW meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Með sigrinum náði Donald efsta sæti heimslistans á ný og hann fékk um 120 milljónir kr. fyrir sigurinn í verðlaunafé. Donald á enn eftir að landa sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara árlega og hann ætlar sér að brjóta ísinn sem allra, allra fyrst. Donald sigraði með fjögurra högga mun en hann lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari. „Ég vil sigra á stórmótum, í hvert sinn sem ég sigra á atvinnumóti segi ég við sjálfan mig að ég sé að færast nær því markmiði. Sjálfstraustið eykst og mér finnst ég vera á réttri leið," sagði Donald eftir sigurinn í gær. Hann hefur 18 daga til þess að undirbúa sig fyrir næsta risamót er Opna bandaríska meistaramótið sem fram fer á Olympic Club vellinum rétt við borgina San Francisco. Justin Rose frá Englandi og Skotinn Paul Lawrie deildu öðru sætinu á 11 höggum undir pari. Lawrie hefur hægt og bítandi klifrað upp heimslistann á s.l. tveimur árum. Hann sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 1999 en frá þeim tíma hefur hann ekki náð sér á strik. Hann var í 200. sæti heimslistans fyrir 18 mánuðum en í dag er hann í því 30. og á góða möguleika á að komast í Ryderlið Evrópu í haust.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira