Eimskipsmótaröðin: Birgir Leifur sigraði eftir harða baráttu 27. maí 2012 19:13 Birgir Leifur Hafþórsson. seth Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sigraði á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi með glæsilegum lokahring. Birgir lék Hólmsvöllinn í Leiru á 68 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék reyndar betur en Birgir í dag en Guðmundur var nálægt því að jafna vallarmetið. Guðmundur lék á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari og endaði hann í öðru sæti á -2 samtals. Hlynur Geir Hjartarson varð þriðji á 2 höggum yfir pari vallar samtals. Birgir Leifur var ekki í neinum vandræðum á hringnum í dag – en hann fékk alls fimm fugla eftir að hafa fengið skolla á 4. braut. Birgir fékk fugla á 8., 9., 14., 15., og 17. „Ég hefði viljað endað daginn á fugli en þetta var bara skemmtilegt. Alltaf gaman að vinna. Ég var ekki í neinum vandræðum. Konan mín lét mig vita hvernig staðan var þegar ég var á 16. teig. Þá vissi ég að Guðmundur Ágúst var að „sulla“ niður púttum og búinn að fá þrjá fugla í röð. Ég fékk fugl á 17. og það var því frekar lítil pressa á mér fyrir lokaholuna,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Atvinnukylfingurinn ætlar að einbeita sér að mótum erlendis í sumar á áskorendamótaröðinni. „Ég mun spila á Eimskipsmótaröðinni ef færi gefst til þess að gera það,“ bætti Birgir við. Golf Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sigraði á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi með glæsilegum lokahring. Birgir lék Hólmsvöllinn í Leiru á 68 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék reyndar betur en Birgir í dag en Guðmundur var nálægt því að jafna vallarmetið. Guðmundur lék á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari og endaði hann í öðru sæti á -2 samtals. Hlynur Geir Hjartarson varð þriðji á 2 höggum yfir pari vallar samtals. Birgir Leifur var ekki í neinum vandræðum á hringnum í dag – en hann fékk alls fimm fugla eftir að hafa fengið skolla á 4. braut. Birgir fékk fugla á 8., 9., 14., 15., og 17. „Ég hefði viljað endað daginn á fugli en þetta var bara skemmtilegt. Alltaf gaman að vinna. Ég var ekki í neinum vandræðum. Konan mín lét mig vita hvernig staðan var þegar ég var á 16. teig. Þá vissi ég að Guðmundur Ágúst var að „sulla“ niður púttum og búinn að fá þrjá fugla í röð. Ég fékk fugl á 17. og það var því frekar lítil pressa á mér fyrir lokaholuna,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Atvinnukylfingurinn ætlar að einbeita sér að mótum erlendis í sumar á áskorendamótaröðinni. „Ég mun spila á Eimskipsmótaröðinni ef færi gefst til þess að gera það,“ bætti Birgir við.
Golf Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira