Ólafía Þórunn: Sátt við sigurinn | Tekur tíma að komast í íslenska gírinn 27. maí 2012 17:48 Anna Sólveig Kristinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ. Mynd / Seth „Ég er sátt við sigurinn og sérstaklega þar sem ég var með 36 pútt, ég hefði viljað hafa þau færri. Ég er búinn að jafna þetta vallarmet tvisvar og ég var aðeins farin að velta því fyrir mér að reyna að bæta það eftir að hafa verið þrjá undir pari eftir 9 holur," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eftir sigurinn á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu tímabili. Ólafía lék á 69 höggum í dag á Hólmsvelli í Leiru eða þremur höggum undir pari – og jafnaði hún vallarmet Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili. „Það tekur alltaf tíma að koma sér í íslenska „gírinn" eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í vetur. Það munar bara svona 20 gráðum í hitastiginu," sagði Ólafía. Hún stundar nám við Wake Forest háskólann og á hún tvö ár eftir af náminu. „Ég er aðeins farin að velta því fyrir mér hvað tekur við eftir námið. Ég ætla bara að æfa vel eins og ég hef gert undanfarin ár. Atvinnumennskan er að sjálfsögðu heillandi en ég er ekki farin að velta því mikið fyrir mér núna," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún var samtals á 1 höggi yfir pari að loknum 36 holum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili varð önnur, fjórum höggumá eftir Ólafíu en hún lék fínt golf í dag þar sem hún var á 70 höggum eða -2. Þórdís Geirsdóttir og Anna Sólvegi Kristinsdóttir, báðar úr Keili, deildu þriðja sætinu á 12 höggum yfir pari vallar samtals. Golf Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
„Ég er sátt við sigurinn og sérstaklega þar sem ég var með 36 pútt, ég hefði viljað hafa þau færri. Ég er búinn að jafna þetta vallarmet tvisvar og ég var aðeins farin að velta því fyrir mér að reyna að bæta það eftir að hafa verið þrjá undir pari eftir 9 holur," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eftir sigurinn á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu tímabili. Ólafía lék á 69 höggum í dag á Hólmsvelli í Leiru eða þremur höggum undir pari – og jafnaði hún vallarmet Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili. „Það tekur alltaf tíma að koma sér í íslenska „gírinn" eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í vetur. Það munar bara svona 20 gráðum í hitastiginu," sagði Ólafía. Hún stundar nám við Wake Forest háskólann og á hún tvö ár eftir af náminu. „Ég er aðeins farin að velta því fyrir mér hvað tekur við eftir námið. Ég ætla bara að æfa vel eins og ég hef gert undanfarin ár. Atvinnumennskan er að sjálfsögðu heillandi en ég er ekki farin að velta því mikið fyrir mér núna," sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún var samtals á 1 höggi yfir pari að loknum 36 holum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili varð önnur, fjórum höggumá eftir Ólafíu en hún lék fínt golf í dag þar sem hún var á 70 höggum eða -2. Þórdís Geirsdóttir og Anna Sólvegi Kristinsdóttir, báðar úr Keili, deildu þriðja sætinu á 12 höggum yfir pari vallar samtals.
Golf Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira