Frábær akstur hjá Rosberg en ólánið elti Schumacher Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 16:42 Rosberg ásamt Bastian Schweinsteiger en þýska knattspyrnulandsliðið fylgdist með í Mónakó. Nordic Photos / Getty Liðsfélagarnir og Þjóðverjarnir Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes áttu ólíku gengi að fagna í Mónakó-kappakstrinum í dag. Rosberg var annar á ráspól og keyrði því sem næst óaðfinnanlega. Rosberg andaði ofan í hálsmálið á forystusauðinum Mark Webber allt til loka en fann aldrei leiðina framhjá Ástralanum. „Það er frábær tilfinning að komast á verðlaunapall á heimavelli hér í Mónakó fyrir framan fjölskyldu mína og vini," sagði Rosberg sem hrósaði teymi Mercedes-liðsins. „Teymið stóð sig frábærlega að koma bílnum í frábært ástand fyrir keppnina. Við töldum alltaf að brautin myndi henta bifreiðinni vel en það gekk enn betur en við þorðum að vona," sagði Rosberg. Félagi Rosberg, Þjóðverjinn Michael Schumacher, þurfti að draga sig úr keppni þegar 13 hringjum var ólokið vegna bilunar. Schumacher, sem náði bestum tíma í tímatökunni í gær, hóf keppnina í 6. sæti sökum refsingar sem hann hlaut eftir árekstur í Spánarkappakstrinum. Schumacher tapaði mörgum sætum strax í ræsingunni þegar árekstur varð í brautinni. Honum tókst þó að vinna sig upp listann og stefndi í að hann myndi skila stigum í hús þegar bíllinn bilaði. „Ég hélt því fyrir mig en ég stefndi á að komast á verðlaunapall í dag," sagði Schumacher sem stefnir á góðan árangur í næstu keppni eftir tvæ vikur í Kanada. „Brautin ætti að henta okkur vel og ég vonast til þess að geta ekið eðlilega og án áfalla í þeirri keppni," sagði Schumacher. Formúla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Liðsfélagarnir og Þjóðverjarnir Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes áttu ólíku gengi að fagna í Mónakó-kappakstrinum í dag. Rosberg var annar á ráspól og keyrði því sem næst óaðfinnanlega. Rosberg andaði ofan í hálsmálið á forystusauðinum Mark Webber allt til loka en fann aldrei leiðina framhjá Ástralanum. „Það er frábær tilfinning að komast á verðlaunapall á heimavelli hér í Mónakó fyrir framan fjölskyldu mína og vini," sagði Rosberg sem hrósaði teymi Mercedes-liðsins. „Teymið stóð sig frábærlega að koma bílnum í frábært ástand fyrir keppnina. Við töldum alltaf að brautin myndi henta bifreiðinni vel en það gekk enn betur en við þorðum að vona," sagði Rosberg. Félagi Rosberg, Þjóðverjinn Michael Schumacher, þurfti að draga sig úr keppni þegar 13 hringjum var ólokið vegna bilunar. Schumacher, sem náði bestum tíma í tímatökunni í gær, hóf keppnina í 6. sæti sökum refsingar sem hann hlaut eftir árekstur í Spánarkappakstrinum. Schumacher tapaði mörgum sætum strax í ræsingunni þegar árekstur varð í brautinni. Honum tókst þó að vinna sig upp listann og stefndi í að hann myndi skila stigum í hús þegar bíllinn bilaði. „Ég hélt því fyrir mig en ég stefndi á að komast á verðlaunapall í dag," sagði Schumacher sem stefnir á góðan árangur í næstu keppni eftir tvæ vikur í Kanada. „Brautin ætti að henta okkur vel og ég vonast til þess að geta ekið eðlilega og án áfalla í þeirri keppni," sagði Schumacher.
Formúla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira