Fín veðurspá fyrir lokadaginn á Eimskipsmótaröðinni 27. maí 2012 09:00 Ísak Jasonarson er efstur fyrir lokadaginn í fyrsta móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. golf.is Veðurspáin fyrir lokadaginn á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi er mun betri en það sem kylfingarnir upplifðu í gær á Hólmsvelli í Leiru. Skor keppenda var frekar hátt á öðrum hringnum en fyrsta umferð mótsins var felld niður á föstudag vegna veðurs. Spáð er 3-4 m/s á sunnudag og sólskini. Síðasti ráshópurinn í kvennaflokknum fer af stað kl. 12.30 en síðasta karlaráshópurinn fer af stað 14.30. Gera má ráð fyrir því að keppni í kvennaflokki ljúki um kl. 17 og tveimur tímum síðar í karlaflokknum. Skor keppenda eru uppfærð á þriggja holu fresti og er hægt að fylgjast með stöðu mála á netinu sem og í farsímalausn GSÍ, m.golf.is/skor. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak Jasonarson úr Keili deila efsta sætinu og verða þeir saman í síðasta ráshópnum í dag ásamt Theodóri Emil Karlssyni úr Kili Mosfellsbæ. Birgir og Ísak léku á pari vallar í gær eða 72 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdótti úr GR, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er með þriggja högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr Keili fyrir lokahringinn. Ólafía lék á 76 höggum á laugardag og Guðrún á 79. Anna Sólveig Tryggvadóttir úr Keili er þriðja á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari.Staða efstu kylfinga í karlaflokknum: 1. -2. Ísak Jasonarson, GK 72 1. -2. Birgir Leifur Hafþórsson GKG 72 3. -4. Theodór Emil Karlsson, GKj., 73 3.-4. Ottó Sigurðsson, GKG 73 5. Kristján Þór Einarsson, GK 74 6.-9. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 75 6.-9. Pétur Freyr Pétursson, GR 75 6.-9. Rúnar Arnórsson, GK 75Staða efstu kylfinga í kvennaflokknum: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – 76 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – 79 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK – 81 4. Þórdís Geirsdóttir, GK – 82 5. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO – 83 6. Signý Arnórsdóttir, GK – 83 7. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG – 83 8. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG – 85 9. Tinna Jóhannsdóttir, GK – 85 10. Karen Guðnadóttir, GS - 85 Golf Tengdar fréttir Held markmiðum sumarsins fyrir sjálfa mig „Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. 25. maí 2012 06:00 Ólafía Þórunn efst þegar keppni er hálfnuð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð á fyrsta móti keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Ólafía Þórunn, sem keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, lék á 76 höggum í dag eða 4 höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 79 höggume ða 7 höggum yfir pari og er hún í öðru sæti. Anna Sólveig Tryggvadóttir úr Keili er þriðja á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari. 26. maí 2012 19:17 Guðrún Brá: Miklar æfingar í vetur eru að skila árangri Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í hópi bestu kylfinga landsins í kvennaflokki þrátt fyrir ungan aldur. Guðrún Brá er fædd árið 1994 er því á 18. aldursári en hún er líkleg til afreka á Eimskipsmótaröðinni i golfi sem hófst um helgina á Hólmsvelli í Leiru. 27. maí 2012 07:15 Birgir Leifur keppir á fyrsta mótinu Eimskipsmótaröðin í golfi hefst um næstu helgi og verður fyrsta mótið af alls sex haldið á Hólmsvelli í Leiru. Allir sterkustu kylfingar landsins verða á meðal keppenda á fyrsta mótinu og þar má nefna atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórsson úr GKG. Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft í sumar og fram á haust á Stöð 2 sport. 23. maí 2012 06:00 Ísak og Birgir Leifur deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak Jasonarson úr Keili deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni á þessu keppnistímabili í íslenska golfinu. Birgir fékk örn (-2) á 18. holuna í dag sem hann lék á 3 höggum. Ísak er aðeins 16 ára gamall og kemur hann með látum inn á fyrsta stigamótið. Theodór Emil Karlsson úr Kili Mosfellsbæ og Ottó Sigurðsson úr GKG eru einu höggi á eftir efstu mönnum en þeir léku báðir á 73 höggum. 26. maí 2012 19:44 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 KA fær lykilmann úr Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Veðurspáin fyrir lokadaginn á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi er mun betri en það sem kylfingarnir upplifðu í gær á Hólmsvelli í Leiru. Skor keppenda var frekar hátt á öðrum hringnum en fyrsta umferð mótsins var felld niður á föstudag vegna veðurs. Spáð er 3-4 m/s á sunnudag og sólskini. Síðasti ráshópurinn í kvennaflokknum fer af stað kl. 12.30 en síðasta karlaráshópurinn fer af stað 14.30. Gera má ráð fyrir því að keppni í kvennaflokki ljúki um kl. 17 og tveimur tímum síðar í karlaflokknum. Skor keppenda eru uppfærð á þriggja holu fresti og er hægt að fylgjast með stöðu mála á netinu sem og í farsímalausn GSÍ, m.golf.is/skor. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak Jasonarson úr Keili deila efsta sætinu og verða þeir saman í síðasta ráshópnum í dag ásamt Theodóri Emil Karlssyni úr Kili Mosfellsbæ. Birgir og Ísak léku á pari vallar í gær eða 72 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdótti úr GR, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er með þriggja högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr Keili fyrir lokahringinn. Ólafía lék á 76 höggum á laugardag og Guðrún á 79. Anna Sólveig Tryggvadóttir úr Keili er þriðja á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari.Staða efstu kylfinga í karlaflokknum: 1. -2. Ísak Jasonarson, GK 72 1. -2. Birgir Leifur Hafþórsson GKG 72 3. -4. Theodór Emil Karlsson, GKj., 73 3.-4. Ottó Sigurðsson, GKG 73 5. Kristján Þór Einarsson, GK 74 6.-9. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 75 6.-9. Pétur Freyr Pétursson, GR 75 6.-9. Rúnar Arnórsson, GK 75Staða efstu kylfinga í kvennaflokknum: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – 76 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – 79 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK – 81 4. Þórdís Geirsdóttir, GK – 82 5. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO – 83 6. Signý Arnórsdóttir, GK – 83 7. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG – 83 8. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG – 85 9. Tinna Jóhannsdóttir, GK – 85 10. Karen Guðnadóttir, GS - 85
Golf Tengdar fréttir Held markmiðum sumarsins fyrir sjálfa mig „Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. 25. maí 2012 06:00 Ólafía Þórunn efst þegar keppni er hálfnuð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð á fyrsta móti keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Ólafía Þórunn, sem keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, lék á 76 höggum í dag eða 4 höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 79 höggume ða 7 höggum yfir pari og er hún í öðru sæti. Anna Sólveig Tryggvadóttir úr Keili er þriðja á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari. 26. maí 2012 19:17 Guðrún Brá: Miklar æfingar í vetur eru að skila árangri Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í hópi bestu kylfinga landsins í kvennaflokki þrátt fyrir ungan aldur. Guðrún Brá er fædd árið 1994 er því á 18. aldursári en hún er líkleg til afreka á Eimskipsmótaröðinni i golfi sem hófst um helgina á Hólmsvelli í Leiru. 27. maí 2012 07:15 Birgir Leifur keppir á fyrsta mótinu Eimskipsmótaröðin í golfi hefst um næstu helgi og verður fyrsta mótið af alls sex haldið á Hólmsvelli í Leiru. Allir sterkustu kylfingar landsins verða á meðal keppenda á fyrsta mótinu og þar má nefna atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórsson úr GKG. Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft í sumar og fram á haust á Stöð 2 sport. 23. maí 2012 06:00 Ísak og Birgir Leifur deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak Jasonarson úr Keili deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni á þessu keppnistímabili í íslenska golfinu. Birgir fékk örn (-2) á 18. holuna í dag sem hann lék á 3 höggum. Ísak er aðeins 16 ára gamall og kemur hann með látum inn á fyrsta stigamótið. Theodór Emil Karlsson úr Kili Mosfellsbæ og Ottó Sigurðsson úr GKG eru einu höggi á eftir efstu mönnum en þeir léku báðir á 73 höggum. 26. maí 2012 19:44 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 KA fær lykilmann úr Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Held markmiðum sumarsins fyrir sjálfa mig „Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. 25. maí 2012 06:00
Ólafía Þórunn efst þegar keppni er hálfnuð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð á fyrsta móti keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Ólafía Þórunn, sem keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, lék á 76 höggum í dag eða 4 höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 79 höggume ða 7 höggum yfir pari og er hún í öðru sæti. Anna Sólveig Tryggvadóttir úr Keili er þriðja á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari. 26. maí 2012 19:17
Guðrún Brá: Miklar æfingar í vetur eru að skila árangri Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í hópi bestu kylfinga landsins í kvennaflokki þrátt fyrir ungan aldur. Guðrún Brá er fædd árið 1994 er því á 18. aldursári en hún er líkleg til afreka á Eimskipsmótaröðinni i golfi sem hófst um helgina á Hólmsvelli í Leiru. 27. maí 2012 07:15
Birgir Leifur keppir á fyrsta mótinu Eimskipsmótaröðin í golfi hefst um næstu helgi og verður fyrsta mótið af alls sex haldið á Hólmsvelli í Leiru. Allir sterkustu kylfingar landsins verða á meðal keppenda á fyrsta mótinu og þar má nefna atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórsson úr GKG. Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft í sumar og fram á haust á Stöð 2 sport. 23. maí 2012 06:00
Ísak og Birgir Leifur deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak Jasonarson úr Keili deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni á þessu keppnistímabili í íslenska golfinu. Birgir fékk örn (-2) á 18. holuna í dag sem hann lék á 3 höggum. Ísak er aðeins 16 ára gamall og kemur hann með látum inn á fyrsta stigamótið. Theodór Emil Karlsson úr Kili Mosfellsbæ og Ottó Sigurðsson úr GKG eru einu höggi á eftir efstu mönnum en þeir léku báðir á 73 höggum. 26. maí 2012 19:44