Ólafía Þórunn efst þegar keppni er hálfnuð 26. maí 2012 19:17 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. golf.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð á fyrsta móti keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Ólafía Þórunn, sem keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, lék á 76 höggum í dag eða 4 höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 79 höggume ða 7 höggum yfir pari og er hún í öðru sæti. Anna Sólveig Tryggvadóttir úr Keili er þriðja á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari. Skor kylfinga í kvennaflokknum var frekar hátt í dag. Aðstæður voru erfiðar þar sem að mikið rok var á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía Þórunn fékk þrjá fugla (-1) á hringnum í dag en hún fékk 5 skolla (+1) og 1 skramba (+2). Hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik í fyrsta sinn á ferlinum á Hólmsvelli í Leiru í fyrra. Guðrún Brá fékk 3 fugla á hringnum í dag, 8 skolla og 1 skramba.Staða efstu kylfinga: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – 76 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – 79 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK – 81 4. Þórdís Geirsdóttir, GK – 82 5. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO – 83 6. Signý Arnórsdóttir, GK – 83 7. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG – 83 8. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG – 85 9. Tinna Jóhannsdóttir, GK – 85 10. Karen Guðnadóttir, GS - 85 Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð á fyrsta móti keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Ólafía Þórunn, sem keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, lék á 76 höggum í dag eða 4 höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 79 höggume ða 7 höggum yfir pari og er hún í öðru sæti. Anna Sólveig Tryggvadóttir úr Keili er þriðja á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari. Skor kylfinga í kvennaflokknum var frekar hátt í dag. Aðstæður voru erfiðar þar sem að mikið rok var á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía Þórunn fékk þrjá fugla (-1) á hringnum í dag en hún fékk 5 skolla (+1) og 1 skramba (+2). Hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik í fyrsta sinn á ferlinum á Hólmsvelli í Leiru í fyrra. Guðrún Brá fékk 3 fugla á hringnum í dag, 8 skolla og 1 skramba.Staða efstu kylfinga: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – 76 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – 79 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK – 81 4. Þórdís Geirsdóttir, GK – 82 5. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO – 83 6. Signý Arnórsdóttir, GK – 83 7. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG – 83 8. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG – 85 9. Tinna Jóhannsdóttir, GK – 85 10. Karen Guðnadóttir, GS - 85
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira