Rúrik: Við þurfum bara að fara ná úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2012 22:40 Svíar skora hér annað markið sitt í kvöld. Mynd/AFP Rúrik Gíslason og félagar í íslenska landsliðinu þurftu að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð á móti Svíþjóð í Gautaborg í kvöld en íslensku strákarnir geta hinsvegar verið sáttir með spilamennskuna á móti Frökkum og Svíum, tveimur sterkum þjóðum sem eru í lokaundirbúningi sínum fyrri úrslitakeppni EM. „Við verðum að koma aðeins grimmari til leiks því við vorum alltof passívir í byrjun og fáum mark á okkur eftir rúma eina mínútu. Það gerði þetta rosalega erfitt en við sínum fína takta og náum að skora tvö mörk í báðum leikjunum á móti góðum liðum á útivelli. Við þurfum bara að einbeita okkur að því að fá færri mörk á okkur," sagði Rúrik en Svíar komust í 2-0 eftir aðeins 14 mínútur. „Það er bullandi sjálfstraust í liðinu þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið okkur í hag undanfarið. Við hefðum vissulega getað brotnað niður eftir að lenda 2-0 undir en við erum sterkari andlega en það að brotna undan smá pressu. Við þurftum bara að gefa aðeins meira í þetta," sagði Rúrik.Mynd/Nordic Photos/Getty„Við vorum inn í leiknum og vorum búnir að halda boltanum vel í stöðunni 1-2 fyrir þá. Það var svolítið svekkjandi að fá á okkur þriðja markið sem drap okkur svolítið. Við þurfum bara að vera klókari, fækka mistökum og vera þéttari varnarlega sem lið. Mér finnst samt að varnarmennirnir hafi staðið sig mjög vel í þessum tveimur leikjum," sagði Rúrik. „Það eru aðeins öðruvísi áherslur hjá Lars en við erum allir staðráðnir í því að fara með Ísland á rétta braut og sýna hvað í okkur býr. Ísland á fullt af hæfileikaríkum fótboltamönnum og við þurfum bara að fara ná úrslitum. Ég hef enga trú á öðru en að það komi," sagði Rúrik. „Við erum búnir að spila mjög vel á löngum köflum í þessum tveimur leikjum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum á móti Frökkum. Þá vorum við þéttir fyrir og beittum góðum skyndisóknum. Við þurfum að trúa því að við getum haldið boltanum. Við erum ekki lengur Ísland sem spilar löngum boltum. Í dag erum við kannski jafngóðir í því að halda bolta og við erum lélegir í því að negla boltanum fram völlinn," sagði Rúrik að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Rúrik Gíslason og félagar í íslenska landsliðinu þurftu að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð á móti Svíþjóð í Gautaborg í kvöld en íslensku strákarnir geta hinsvegar verið sáttir með spilamennskuna á móti Frökkum og Svíum, tveimur sterkum þjóðum sem eru í lokaundirbúningi sínum fyrri úrslitakeppni EM. „Við verðum að koma aðeins grimmari til leiks því við vorum alltof passívir í byrjun og fáum mark á okkur eftir rúma eina mínútu. Það gerði þetta rosalega erfitt en við sínum fína takta og náum að skora tvö mörk í báðum leikjunum á móti góðum liðum á útivelli. Við þurfum bara að einbeita okkur að því að fá færri mörk á okkur," sagði Rúrik en Svíar komust í 2-0 eftir aðeins 14 mínútur. „Það er bullandi sjálfstraust í liðinu þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið okkur í hag undanfarið. Við hefðum vissulega getað brotnað niður eftir að lenda 2-0 undir en við erum sterkari andlega en það að brotna undan smá pressu. Við þurftum bara að gefa aðeins meira í þetta," sagði Rúrik.Mynd/Nordic Photos/Getty„Við vorum inn í leiknum og vorum búnir að halda boltanum vel í stöðunni 1-2 fyrir þá. Það var svolítið svekkjandi að fá á okkur þriðja markið sem drap okkur svolítið. Við þurfum bara að vera klókari, fækka mistökum og vera þéttari varnarlega sem lið. Mér finnst samt að varnarmennirnir hafi staðið sig mjög vel í þessum tveimur leikjum," sagði Rúrik. „Það eru aðeins öðruvísi áherslur hjá Lars en við erum allir staðráðnir í því að fara með Ísland á rétta braut og sýna hvað í okkur býr. Ísland á fullt af hæfileikaríkum fótboltamönnum og við þurfum bara að fara ná úrslitum. Ég hef enga trú á öðru en að það komi," sagði Rúrik. „Við erum búnir að spila mjög vel á löngum köflum í þessum tveimur leikjum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum á móti Frökkum. Þá vorum við þéttir fyrir og beittum góðum skyndisóknum. Við þurfum að trúa því að við getum haldið boltanum. Við erum ekki lengur Ísland sem spilar löngum boltum. Í dag erum við kannski jafngóðir í því að halda bolta og við erum lélegir í því að negla boltanum fram völlinn," sagði Rúrik að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira