Innlent

Forsetaframbjóðendur á fundi í Iðnó - Bein útsending á Vísi

Allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands koma í kvöld saman í fyrsta sinn á fundi sem Stjórnarskrárfélagið boðar til í Iðnó. Þar munu frambjóðendurnir ræða um embættið og stöðu þess fari svo að ný stjórnarskrá verði að veruleika. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og síðan aðgengilegur á í heild sinni á síðunni.

Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson verður fundarstjóri og tímavörður. Að loknum framsögum frambjóðenda verða pallborðsumræður þar sem spurningum úr sal verður svarað og frambjóðendur gera frekari grein fyrir sjónarmiðum sínum.

Fundurinn hefst klukkan 20:00 og honum lýkur stundvíslega klukkan 22:30. Allir eru velkomnir en eins og áður sagði geta þeir sem ekki eiga heimangengt horft á fundinn í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×