Vettel á ráspól í Kanada Birgir Þór Harðarson skrifar 9. júní 2012 18:16 Vettel var einbeittur fyrir tímatökuna í Kanada og setti bílinn á ráspól. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl verður enn á ný á ráspól í Kanada kappakstrinum á morgun. Hann var þó nokkuð fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, þremur tíundu úr sekúndu. Fernando Alonso var þriðji á Ferrari-bílnum og Mark Webber, liðsfélagi Vettels fjórði. Nico Rosberg á Mercedes var fimmti. Michael Schumacher var aðeins níundi, sem verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir aldursforsetan því fyrir mótið var hann talinn líklegur sigurvegari í Kanada. Jenson Button mun ræsa tíundi á ráslínunni á morgun. McLaren-liðið lagði bíl hans þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir og hann ók ekki meira. Kimi Raikkönen komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar en liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, komst alla leið og ræsir sjöundi á eftir Felipe Massa. Paul di Resta hjá Force India ræsir þar rétt á eftir. Af öftustu mönnum er það að frétta að Pedro de la Rosa á HRT-bíl var fljótari en liðsfélagi sinn og báðir Marussia-bílarnir. Það verður að teljast góð niðurstaða fyrir HRT sem hefur verið í ruglinu í upphafi tímabilsins. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 17:40. Formúla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl verður enn á ný á ráspól í Kanada kappakstrinum á morgun. Hann var þó nokkuð fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, þremur tíundu úr sekúndu. Fernando Alonso var þriðji á Ferrari-bílnum og Mark Webber, liðsfélagi Vettels fjórði. Nico Rosberg á Mercedes var fimmti. Michael Schumacher var aðeins níundi, sem verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir aldursforsetan því fyrir mótið var hann talinn líklegur sigurvegari í Kanada. Jenson Button mun ræsa tíundi á ráslínunni á morgun. McLaren-liðið lagði bíl hans þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir og hann ók ekki meira. Kimi Raikkönen komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar en liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, komst alla leið og ræsir sjöundi á eftir Felipe Massa. Paul di Resta hjá Force India ræsir þar rétt á eftir. Af öftustu mönnum er það að frétta að Pedro de la Rosa á HRT-bíl var fljótari en liðsfélagi sinn og báðir Marussia-bílarnir. Það verður að teljast góð niðurstaða fyrir HRT sem hefur verið í ruglinu í upphafi tímabilsins. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 17:40.
Formúla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira