Þrír jafnir eftir fyrsta hring á Egils Gull mótinu í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 17:46 Örvar Samúelsson Mynd/GVA GR-ingarnir Gísli Þór Þórðarson og Arnór Ingi Finnbjörnsson og GA-ingurinn Örvar Samúelsson spiluðu best á fyrsta hringnum á Egils Gull mótinu í Eyjum en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár. Gísli, Arnór og Örvar léku allir fyrstu 18 holurnar á 70 höggum eða á pari vallarins. Keppni tafðist í morgun vegna veðurs en kylfingarnir eru strax farnir út að spila annan hring því menn ætla að klára 36 holur í dag. Það gekk mikið á hjá Gísla og Örvari. Örvar fékk bæði fjóra fulga og fjóra skolla en Gísli var með fjóra fugla, tvo skolla og einn skramba á sjöundu holunni. Arnór Ingi var með tvo fugla og tvo skolla. Axel Bóasson úr GK byrjaði mjög vel og var á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu sex holurnar. Hann fékk síðan fjóra skolla á seinni níu.Staðan eftir fyrsta hring í karlaflokki: 1. Örvar Samúelsson, GA Par 1. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR Par 1. Gísli Þór Þórðarson, GR Par 4. Ólafur Már Sigurðsson, GR +1 4. Arnar Snær Hákonarson, GR +1 6. Andri Þór Björnsson, GR +2 6. Magnús Lárusson, GKJ +2 6. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +2 6. Þórður Rafn Gissurarson, GR +2 6. Axel Bóasson, GK +2 Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
GR-ingarnir Gísli Þór Þórðarson og Arnór Ingi Finnbjörnsson og GA-ingurinn Örvar Samúelsson spiluðu best á fyrsta hringnum á Egils Gull mótinu í Eyjum en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár. Gísli, Arnór og Örvar léku allir fyrstu 18 holurnar á 70 höggum eða á pari vallarins. Keppni tafðist í morgun vegna veðurs en kylfingarnir eru strax farnir út að spila annan hring því menn ætla að klára 36 holur í dag. Það gekk mikið á hjá Gísla og Örvari. Örvar fékk bæði fjóra fulga og fjóra skolla en Gísli var með fjóra fugla, tvo skolla og einn skramba á sjöundu holunni. Arnór Ingi var með tvo fugla og tvo skolla. Axel Bóasson úr GK byrjaði mjög vel og var á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu sex holurnar. Hann fékk síðan fjóra skolla á seinni níu.Staðan eftir fyrsta hring í karlaflokki: 1. Örvar Samúelsson, GA Par 1. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR Par 1. Gísli Þór Þórðarson, GR Par 4. Ólafur Már Sigurðsson, GR +1 4. Arnar Snær Hákonarson, GR +1 6. Andri Þór Björnsson, GR +2 6. Magnús Lárusson, GKJ +2 6. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +2 6. Þórður Rafn Gissurarson, GR +2 6. Axel Bóasson, GK +2
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira