Segir Ólaf Ragnar hafa styrkt stöðu sína enn frekar eftir þáttinn í gær Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2012 12:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi aðeins styrkt stöðu sína eftir umræðuþátt með forsetaframbjóðendum í gærkvöldi. Þóra Arnórsdóttir hefur hins vegar saxað á forskot Ólafs Ragnars samkvæmt nýrri könnun og munurinn á milli þeirra er nú sjö prósentustig. Allir forsetaframbjóðendurnir sex komu fram í umræðuþætti á Rúv í gærkvöldi. Stefanía Óskarsdóttir segir að lítið nýtt hafi komið fram í þættinum sem geti haft áhrif á afstöðu kjósenda. „Mér finnst það svona eftir þáttinn að Ólafur Ragnar sé í ágætis málum og þeir sem eru að bjóða sig fram gegnum hafi lítið gert til að kveikja í kjósendum," segir Stefanía. Hún segir að lítið hafi gerst í þættinum sem geti hjálpað öðrum frambjóðendum að kroppa fylgið af Ólafi Ragnari. Eftir umræðuþátt Stöðvar 2 á sunnudag virðist Þóra Arnórsdóttir hafa styrkt stöðu sína, því samkvæmt könnun Capacent Gallup sem birtist í gær, fyrir umræðuþáttinn á Rúv, mælist Þóra með 39 prósent stuðning en Ólafur Ragnar er sem fyrr með 46 prósent. Svo virðist sem óákveðna fylgið sé farið að dreifa sér á frambjóðendur og Þóra virðist ekki aðeins hafa notið góðs af, því Ari Trausti Guðmundsson mælist með 9 prósenta fylgi, en aðrir minna. Sjö prósentustiga munur er nú á Ólafi Ragnari og Þóru. Stefanía Óskarsdóttir segir að Þóru bíði ærið verkefni ef hún ætli sér að taka fylgi af Ólafi Ragnari. „Mér sýnist að Ólafi Ragnari hafi tekist að svara öllum þeim erfiðu spurningum sem beindust að honum eftir hrunið og hann hefur komist vel frá þeim umræðuþáttum um forsetakosningarnar sem hefur verið sjónvarpað. Mér finnst hann í rauninni hafa styrkt stöðu sína. Ég sé ekkert eftir þennan þátt í gær sem gæti hafa veikt Ólaf Ragnar. Þessi áhersla í þættinum í gær á Icesave gerir í raun ekkert nema styrkja hann," segir Stefanía. thorbjorn@stod2.is Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi aðeins styrkt stöðu sína eftir umræðuþátt með forsetaframbjóðendum í gærkvöldi. Þóra Arnórsdóttir hefur hins vegar saxað á forskot Ólafs Ragnars samkvæmt nýrri könnun og munurinn á milli þeirra er nú sjö prósentustig. Allir forsetaframbjóðendurnir sex komu fram í umræðuþætti á Rúv í gærkvöldi. Stefanía Óskarsdóttir segir að lítið nýtt hafi komið fram í þættinum sem geti haft áhrif á afstöðu kjósenda. „Mér finnst það svona eftir þáttinn að Ólafur Ragnar sé í ágætis málum og þeir sem eru að bjóða sig fram gegnum hafi lítið gert til að kveikja í kjósendum," segir Stefanía. Hún segir að lítið hafi gerst í þættinum sem geti hjálpað öðrum frambjóðendum að kroppa fylgið af Ólafi Ragnari. Eftir umræðuþátt Stöðvar 2 á sunnudag virðist Þóra Arnórsdóttir hafa styrkt stöðu sína, því samkvæmt könnun Capacent Gallup sem birtist í gær, fyrir umræðuþáttinn á Rúv, mælist Þóra með 39 prósent stuðning en Ólafur Ragnar er sem fyrr með 46 prósent. Svo virðist sem óákveðna fylgið sé farið að dreifa sér á frambjóðendur og Þóra virðist ekki aðeins hafa notið góðs af, því Ari Trausti Guðmundsson mælist með 9 prósenta fylgi, en aðrir minna. Sjö prósentustiga munur er nú á Ólafi Ragnari og Þóru. Stefanía Óskarsdóttir segir að Þóru bíði ærið verkefni ef hún ætli sér að taka fylgi af Ólafi Ragnari. „Mér sýnist að Ólafi Ragnari hafi tekist að svara öllum þeim erfiðu spurningum sem beindust að honum eftir hrunið og hann hefur komist vel frá þeim umræðuþáttum um forsetakosningarnar sem hefur verið sjónvarpað. Mér finnst hann í rauninni hafa styrkt stöðu sína. Ég sé ekkert eftir þennan þátt í gær sem gæti hafa veikt Ólaf Ragnar. Þessi áhersla í þættinum í gær á Icesave gerir í raun ekkert nema styrkja hann," segir Stefanía. thorbjorn@stod2.is
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira