Uppáhalds veiðistaðurinn: Pokagljúfrið í Flóku 8. júní 2012 10:31 Í Flóku. Uppáhaldsveiðistaður Ingvars er Pokagljúfrið í Flóku. Mynd/Ívar Bragason Ingvar Hjálmarsson, sölustjóri hjá Betware, er forfallinn veiðimaður. Hann hefur farið víða til veiða og segir gríðarlega erfitt að velja uppáhaldsveiðistaðinn. "Mörg atriði þarf að hugleiða þegar kemur að vali á uppáhaldsveiðistað og erfitt er að ákveða hvaða atriði skipta mestu máli. Er það magn veiddra laxa? Er það náttúrufegurðin í kringum staðinn? Er það félagsskapurinn sem tengdur er við staðinn? Eða eitthvað allt annað? Auðvitað er þetta samblanda af öllu þessu sem leiðir mann að niðurstöðunni um uppáhaldsveiðistaðinn," segir Ingvar. "Hjá mér koma nokkrir til greina. Fossinn í Hofsá fyrir það hversu erfitt er að komast að honum en verðlaunin að fá að veiða hann láta mann gleyma öllu öðru. Torfunesfossinn í Flekkudalsá þar sem margir fjölskyldumeðlimir mínir hafa fengið maríulaxinn sinn. Ármótin í Skógá fyrir mesta mok sem ég hef lent í." Hugur Ingvars leitar þó á einn stað sem hann hefur komið í hvað oftast og upplifað ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg ævintýri. "Þetta er staður sem myndi ekki lenda á topplistum hjá mörgum - sérstaklega fluguveiðimönnum. Staðreyndin er hins vegar sú að minn uppáhaldsveiðistaður er Pokagljúfrið í Flókadalsá. Það er í raun undarlegt að kalla þetta einn veiðistað því í gljúfrinu eru margir veiðistaðir. Ómerktar holur þar sem lax liggur oft. Þarna hef ég veitt lax á fjölbreytt úrval agns. Hitch, þyngd fluga, straumfluga og meira að segja maðk. Fyrir þá sem kunna að meta maðkaveiði er Pokagljúfrið óhemju skemmtilegur staður til að sjónrenna á lax en á seinni árum hef ég uppgötvað að það er vel hægt að veiða þennan stað á flugu. Í dag nota ég eingöngu flugu á þessum stað. Aðstæður í gljúfrinu gera líka viðureignina, þegar fiskur bítur á, mjög skemmtilega því fjörugur vorfiskur nær oft að slíta sig lausan í stórgrýttu umhverfinu. Pokagljúfrið er sannarlega minn uppáhaldsveiðistaður." Stangveiði Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Veiði
Ingvar Hjálmarsson, sölustjóri hjá Betware, er forfallinn veiðimaður. Hann hefur farið víða til veiða og segir gríðarlega erfitt að velja uppáhaldsveiðistaðinn. "Mörg atriði þarf að hugleiða þegar kemur að vali á uppáhaldsveiðistað og erfitt er að ákveða hvaða atriði skipta mestu máli. Er það magn veiddra laxa? Er það náttúrufegurðin í kringum staðinn? Er það félagsskapurinn sem tengdur er við staðinn? Eða eitthvað allt annað? Auðvitað er þetta samblanda af öllu þessu sem leiðir mann að niðurstöðunni um uppáhaldsveiðistaðinn," segir Ingvar. "Hjá mér koma nokkrir til greina. Fossinn í Hofsá fyrir það hversu erfitt er að komast að honum en verðlaunin að fá að veiða hann láta mann gleyma öllu öðru. Torfunesfossinn í Flekkudalsá þar sem margir fjölskyldumeðlimir mínir hafa fengið maríulaxinn sinn. Ármótin í Skógá fyrir mesta mok sem ég hef lent í." Hugur Ingvars leitar þó á einn stað sem hann hefur komið í hvað oftast og upplifað ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg ævintýri. "Þetta er staður sem myndi ekki lenda á topplistum hjá mörgum - sérstaklega fluguveiðimönnum. Staðreyndin er hins vegar sú að minn uppáhaldsveiðistaður er Pokagljúfrið í Flókadalsá. Það er í raun undarlegt að kalla þetta einn veiðistað því í gljúfrinu eru margir veiðistaðir. Ómerktar holur þar sem lax liggur oft. Þarna hef ég veitt lax á fjölbreytt úrval agns. Hitch, þyngd fluga, straumfluga og meira að segja maðk. Fyrir þá sem kunna að meta maðkaveiði er Pokagljúfrið óhemju skemmtilegur staður til að sjónrenna á lax en á seinni árum hef ég uppgötvað að það er vel hægt að veiða þennan stað á flugu. Í dag nota ég eingöngu flugu á þessum stað. Aðstæður í gljúfrinu gera líka viðureignina, þegar fiskur bítur á, mjög skemmtilega því fjörugur vorfiskur nær oft að slíta sig lausan í stórgrýttu umhverfinu. Pokagljúfrið er sannarlega minn uppáhaldsveiðistaður."
Stangveiði Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Veiði