Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Trausti Hafliðason skrifar 6. júní 2012 23:25 Frá opnunadeginum við Blöndu. Lax-á Fjórir laxar veiddust á seinni vaktinni í Blöndu í dag og komu þeir allir á milli klukkan átta og tíu í kvöld. Í morgun veiddust 4 laxar og í gær komu 10 á land. Alls hafa því veiðst 18 laxar fyrstu tvo dagana, sem verður að teljast mjög gott. Þorsteinn Hafþórsson, sem er öllum hnútum kunnugur í Blöndu, segir að það hafi verið mjög kalt fyrir norðan í dag, aðeins um fjögurra stiga hiti. Hann segir að veiðimenn hafi séð þó nokkuð af fiski á Spítalanum, sem er veiðistaður rétt fyrir ofan veiðisvæði I. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-á, sagði Veiðivísi að stærsti laxinn á morgunvaktinni hefði verið 15 pund og veiðimenn hafi misst nokkra laxa. Opnunarhollið lýkur veiði í fyrramálið eins og í Norðurá. Norðurá er því með 24 laxa fyrir síðustu vakt en Blanda 18. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Veiði
Fjórir laxar veiddust á seinni vaktinni í Blöndu í dag og komu þeir allir á milli klukkan átta og tíu í kvöld. Í morgun veiddust 4 laxar og í gær komu 10 á land. Alls hafa því veiðst 18 laxar fyrstu tvo dagana, sem verður að teljast mjög gott. Þorsteinn Hafþórsson, sem er öllum hnútum kunnugur í Blöndu, segir að það hafi verið mjög kalt fyrir norðan í dag, aðeins um fjögurra stiga hiti. Hann segir að veiðimenn hafi séð þó nokkuð af fiski á Spítalanum, sem er veiðistaður rétt fyrir ofan veiðisvæði I. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-á, sagði Veiðivísi að stærsti laxinn á morgunvaktinni hefði verið 15 pund og veiðimenn hafi misst nokkra laxa. Opnunarhollið lýkur veiði í fyrramálið eins og í Norðurá. Norðurá er því með 24 laxa fyrir síðustu vakt en Blanda 18. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Veiði