Sex laxar á morgunvaktinni í Norðurá Trausti Hafliðason skrifar 6. júní 2012 16:28 Lax þreyttur á Brotinu í Norðurá í gær. Mynd / Trausti Hafliðason Þrátt fyrir mikinn klulda og töluvert minna rennsli í Norðurá veiddust sex laxar á morgunvaktinni. Hörður Vilberg, einn stjórnarmanna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, segir að áin hafa einungis verið sex gráðu heit í morgun og lofthiti um sjö stig. Menn séu því bara nokkuð sáttir við að hafa náð sex löxum. Þá segir hann að rennsli í ánni hafi minnkað töluvert. Þegar veiði hófst í gærmorgun var áin í 30 rúmmetrum á sekúndu en í morgun var hún komin niður í 17 rúmmetra. Fiskarnir í morgun, sem voru flestir 74-78 sentímetrar, veiddust meðal annars á Eyrinni, Krossholunni og Vesturkvíslinni á Múnaðarnessvæðinu. Hörður sagði að nú seinnipartinn hygðust einhverjir fara í dalinn, meðal annars á veiðistaðinn Króksbrú en laxinn gengur oft hratt þangað. Alls eru nú komnir 22 laxar á land í Norðurá og allt stefnir í að spá Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR, um að þetta verði besta opnunin á þessari öld en mest hafa veiðst 26 laxar í opnuninni síðan árið 2000. Veiðivísir mun í kvöld upplýsa hvernig kvöldvaktin gekk í Norðurá. Fylgist því vel með. Stangveiði Mest lesið Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði
Þrátt fyrir mikinn klulda og töluvert minna rennsli í Norðurá veiddust sex laxar á morgunvaktinni. Hörður Vilberg, einn stjórnarmanna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, segir að áin hafa einungis verið sex gráðu heit í morgun og lofthiti um sjö stig. Menn séu því bara nokkuð sáttir við að hafa náð sex löxum. Þá segir hann að rennsli í ánni hafi minnkað töluvert. Þegar veiði hófst í gærmorgun var áin í 30 rúmmetrum á sekúndu en í morgun var hún komin niður í 17 rúmmetra. Fiskarnir í morgun, sem voru flestir 74-78 sentímetrar, veiddust meðal annars á Eyrinni, Krossholunni og Vesturkvíslinni á Múnaðarnessvæðinu. Hörður sagði að nú seinnipartinn hygðust einhverjir fara í dalinn, meðal annars á veiðistaðinn Króksbrú en laxinn gengur oft hratt þangað. Alls eru nú komnir 22 laxar á land í Norðurá og allt stefnir í að spá Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR, um að þetta verði besta opnunin á þessari öld en mest hafa veiðst 26 laxar í opnuninni síðan árið 2000. Veiðivísir mun í kvöld upplýsa hvernig kvöldvaktin gekk í Norðurá. Fylgist því vel með.
Stangveiði Mest lesið Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði