Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 8-0 Einar Njálsson á Kaplakrikavelli skrifar 2. júní 2012 00:01 FH tyllti sér á topp Pepsi deildarinnar eftir flottan 8-0 sigur á Fylki í Kaplakrika. Heimamenn réðu lögum og lofum á vellinum og virtust skora að vild gegn andlausum Fylkismönnum. Fyrri hálfleikur bauð upp á mikla skemmtun og byrjuðu bæði lið leikinn af krafti í blíðunni í Hafnarfirði. Fyrsta mark leiksins kom á 22. mínútu eftir hornspyrnu sem bakvörðurinn Guðjón Árni skallaði í netið. Eftir markið var eins og allur vindur væri farinn úr Fylki og gengu FH-ingar á lagið. Annað mark þeirra skoraði Atli Guðnason eftir laglega stungusendingu frá gamla brýninu Bjarka Gunnlaugssyni sem stjórnaði spili sinna manna vel í leiknum. Albert Brynjar Ingason bætti svo við þriðja markinu á 35 mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Atla Guðnasyni. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, gerði tvær breytingar í hálfleik til að fríska upp á leik sinna manna, FH-ingar gáfu þó ekkert eftir og skoruðu strax á upphafsmínútu seinni hálfleiks og var þar að verki Björn Daníel Sverrisson enn og aftur eftir undirbúning Atla Guðnasonar. Freyr Bjarnason bætti skömmu seinna við marki eftir hornspyrnu. Varamaðurinn Atli Viðar Björnsson skoraði sjötta mark heimamanna með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir aukaspyrnu. Fylkir missti síðan mann af velli þegar Andri Þór Jónsson fékk beint rautt þegar hann braut á Atla Guðnasyni sem var við það að sleppa einn í gegn. Annar varamaður, Hólmar Örn, skoraði sjöunda mark heimamanna og Björn Daníel skoraði sitt annað mark með skoti af um 30 metra færi. FH-ingar nýttu færin sín í dag vel eins og lokatölur gefa til kynna og virtust geta gert það sem þeim sýndist gegn Fylki í dag. Björn Daníel og Bjarki Gunnlaugsson stjórnuðu spili sinna manna frábærlega og Atli Guðnason hélt áfram að sýna að hann er einn besti leikmaður deildarinnar. Ekkert jákvætt er hægt að segja um leik Fylkis í dag og liðið leit vægast sagt illa út. Þeir voru í einu orði sagt hörmulegir.Atli Guðnason: Erum góðir í fótbolta Maður leiksins Atli Guðnason var sáttur í leikslok. “Átta mörk og höldum hreinu, við getum ekki farið fram á mikið meira. Við erum góðir í fótbolta og vitum það en aðrir hlutir spila inn í til að vinna leiki og þeir voru allir til staðar í dag. Fylkismenn gáfust frekar fljótt upp og um leið og fyrsta markið kom var ekki spurning hvorum megin sigurinn færi. "Í seinni hálfleik vorum við mikið betri og þeir fengu varla tækifæri til að koma við boltann. Mér leið nú ekkert vel að sjá bróður minn svona særðan en ég er mjög sáttur” sagði Atli sem var frábær í dag.Heimir Guðjónsson: Við réðum miðjunni Þjálfari heimamanna var mjög ánægður með leik sinna manna í dag. “Við spiluðum vel í dag og gott að koma til baka eftir tapið á móti KR, við vorum ekki góðir í þeim leik og skelfilegt að þurfa að bíða í 10 daga eftir öðrum leik en leikmennirnir stigu upp í dag og spiluðu vel. Ég er ekki hrifinn að þurfa að bíða svona lengi eftir að leikir tapast en við spiluðum heilt yfir vel. Fylkir er með gott lið en við réðum miðjunni og margir leikmenn sem stigu upp en nú þurfum við bara að koma okkur niður á jörðina og einbeita okkur að næsta leik. Það er einnig mjög jákvætt fyrir okkur að bæði Albert og Atli Viðar opna markareikning sinn í dag,” sagði Heimir vægast sagt sáttur.Ásmundur Arnarsson: Mark tvö slökkti á okkur Ásmundur þjálfari Fylkis var ekki jafn sáttur og kollegi sinn hjá FH. "Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við byrjuðum allt í lagi og áttum í fullu tré við þá, skapa okkur færi og verjast ágætlega. Við fáum síðan mark á okkur eftir horn og það hristir aðeins upp í okkur en mark númer tvö slekkur algjörlega á okkur og dró úr okkur kjark, þor og dug og FH-ingar gengu á lagið enda góðir í því. "Það eina jákvæða sem hægt er að líta á er að það er stutt í að við komum hingað aftur,” sagði Ásmundur en Fylkir mætir í Kaplakrika í næstu umferð Bikarkeppni KSÍ. NBA Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
FH tyllti sér á topp Pepsi deildarinnar eftir flottan 8-0 sigur á Fylki í Kaplakrika. Heimamenn réðu lögum og lofum á vellinum og virtust skora að vild gegn andlausum Fylkismönnum. Fyrri hálfleikur bauð upp á mikla skemmtun og byrjuðu bæði lið leikinn af krafti í blíðunni í Hafnarfirði. Fyrsta mark leiksins kom á 22. mínútu eftir hornspyrnu sem bakvörðurinn Guðjón Árni skallaði í netið. Eftir markið var eins og allur vindur væri farinn úr Fylki og gengu FH-ingar á lagið. Annað mark þeirra skoraði Atli Guðnason eftir laglega stungusendingu frá gamla brýninu Bjarka Gunnlaugssyni sem stjórnaði spili sinna manna vel í leiknum. Albert Brynjar Ingason bætti svo við þriðja markinu á 35 mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Atla Guðnasyni. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, gerði tvær breytingar í hálfleik til að fríska upp á leik sinna manna, FH-ingar gáfu þó ekkert eftir og skoruðu strax á upphafsmínútu seinni hálfleiks og var þar að verki Björn Daníel Sverrisson enn og aftur eftir undirbúning Atla Guðnasonar. Freyr Bjarnason bætti skömmu seinna við marki eftir hornspyrnu. Varamaðurinn Atli Viðar Björnsson skoraði sjötta mark heimamanna með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir aukaspyrnu. Fylkir missti síðan mann af velli þegar Andri Þór Jónsson fékk beint rautt þegar hann braut á Atla Guðnasyni sem var við það að sleppa einn í gegn. Annar varamaður, Hólmar Örn, skoraði sjöunda mark heimamanna og Björn Daníel skoraði sitt annað mark með skoti af um 30 metra færi. FH-ingar nýttu færin sín í dag vel eins og lokatölur gefa til kynna og virtust geta gert það sem þeim sýndist gegn Fylki í dag. Björn Daníel og Bjarki Gunnlaugsson stjórnuðu spili sinna manna frábærlega og Atli Guðnason hélt áfram að sýna að hann er einn besti leikmaður deildarinnar. Ekkert jákvætt er hægt að segja um leik Fylkis í dag og liðið leit vægast sagt illa út. Þeir voru í einu orði sagt hörmulegir.Atli Guðnason: Erum góðir í fótbolta Maður leiksins Atli Guðnason var sáttur í leikslok. “Átta mörk og höldum hreinu, við getum ekki farið fram á mikið meira. Við erum góðir í fótbolta og vitum það en aðrir hlutir spila inn í til að vinna leiki og þeir voru allir til staðar í dag. Fylkismenn gáfust frekar fljótt upp og um leið og fyrsta markið kom var ekki spurning hvorum megin sigurinn færi. "Í seinni hálfleik vorum við mikið betri og þeir fengu varla tækifæri til að koma við boltann. Mér leið nú ekkert vel að sjá bróður minn svona særðan en ég er mjög sáttur” sagði Atli sem var frábær í dag.Heimir Guðjónsson: Við réðum miðjunni Þjálfari heimamanna var mjög ánægður með leik sinna manna í dag. “Við spiluðum vel í dag og gott að koma til baka eftir tapið á móti KR, við vorum ekki góðir í þeim leik og skelfilegt að þurfa að bíða í 10 daga eftir öðrum leik en leikmennirnir stigu upp í dag og spiluðu vel. Ég er ekki hrifinn að þurfa að bíða svona lengi eftir að leikir tapast en við spiluðum heilt yfir vel. Fylkir er með gott lið en við réðum miðjunni og margir leikmenn sem stigu upp en nú þurfum við bara að koma okkur niður á jörðina og einbeita okkur að næsta leik. Það er einnig mjög jákvætt fyrir okkur að bæði Albert og Atli Viðar opna markareikning sinn í dag,” sagði Heimir vægast sagt sáttur.Ásmundur Arnarsson: Mark tvö slökkti á okkur Ásmundur þjálfari Fylkis var ekki jafn sáttur og kollegi sinn hjá FH. "Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við byrjuðum allt í lagi og áttum í fullu tré við þá, skapa okkur færi og verjast ágætlega. Við fáum síðan mark á okkur eftir horn og það hristir aðeins upp í okkur en mark númer tvö slekkur algjörlega á okkur og dró úr okkur kjark, þor og dug og FH-ingar gengu á lagið enda góðir í því. "Það eina jákvæða sem hægt er að líta á er að það er stutt í að við komum hingað aftur,” sagði Ásmundur en Fylkir mætir í Kaplakrika í næstu umferð Bikarkeppni KSÍ.
NBA Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira